2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Fjölbreyttar gönguferðir

  Gönguhópar spretta nú alls staðar upp eins og gorkúlur og áhuginn á göngum hefur aukist mikið á undanförnum árum. Þeir sem hafa sjaldan fundið sig í nokkurri líkamsrækt hafa fallið fyrir göngunum og klífa nú hvert fjallið á fætur öðru eftir því sem þolið eykst og formið verður betra.

  Göngur eru öflug líkamsrækt og með því að fara í gönguhóp fást einnig góðar leiðbeiningar og frábær félagsskapur. Vesen og vergangur er opinn gönguhópur sem skipuleggur skemmtilegar og fjölbreyttar gönguferðir á suðvesturhorninu allt árið og víðar á landinu á sumrin. Nánari upplýsingar má finna á síðu hópsins á Facebook. Hvar sem þið eruð, heima eða í fríi, getið þið alltaf tekið líkamsræktaræfingu í formi göngu, hvort sem það er á fjall í nágrenninu eða hring í borginni sem þið eruð stödd í.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum