2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hvers vegna er líkamsrækt svo verðmæt?

  Líkami mannsins var byggður til að hreyfa sig. Hann hefur ótrúlega hæfni til að endurnýja sig og alla ævi geta menn byggt upp úthald, styrk og þol. Það eru auðvitað margar ástæður fyrir því hvers vegna allir ættu að hreyfa sig eins oft og mikið og þeir geta. Hér koma nokkrar.

   

  1. Að láta reyna á eigin þolmörk gerir mönnum gott
  Jafnvel þótt fólk sé í góðu formi og hreyfi sig reglulega hefur það þörf fyrir að auka reglulega áreynsluna, láta reyna á þolmörk sín. Að prófa eitthvað nýtt og ögrandi er hluti af því. Margir kjósa að prófa nýja íþrótt, bæta við þyngdir, fara lengra eða skapa sér nýjar og krassandi aðstæður. Í flestum tilfellum geta menn meira en þeir halda. Það eina sem þarf til er að breyta hugarfari sínu og ákveða að stækka þægindarammann.

  Það er mjög mikilvægt að ná einhverju takmarki sem maður hélt að maður myndi aldrei ná eða afreka eitthvað sem maður átti ekki von á að maður gæti.

  Í hvert sinn sem fólk setur sér ný markmið opnar það hugann fyrir nýjum möguleikum. Stoltið þegar fólk nær árangri og kemst þangað sem það ætlaði sér er fóðrið sem kemur því aðeins lengra. Stolt er góð tilfinning og það er allt í lagi að hreykja sér svolítið þegar vel hefur gengið.

  AUGLÝSING


  2. Nýjar áskoranir gera hlutina áhugaverða

  Að gera sama hlutinn dag eftir dag á sama hátt er leiðigjarnt og fyrr eða síðar gefast allir upp á því. Líkaminn venst einnig æfingunum og álaginu og fljótlega verða þær gagnslausar. Lítil áreynsla skilar litlum árangri. Ef fólk hleypur gæti verið gaman að fara í hjólatúra einu sinni í viku í staðinn eða lyfta lóðum.

  Þótt það sé mikilvægt að skapa sér fjölbreytni má hún ekki vera á kostnað stöðugleika. Aðeins regluleg líkamsrækt skilar árangri. Endilega reynið eitthvað nýtt en ekki stytta æfingatímann eða fækka þeim skiptum sem þú hreyfir þig.

  Að hreyfa sig í hópi með góðum félögum er einstakur hvati til að halda sig við efnið og styrkir viljann til að ná árangri.

  3. Andlegur ávinningur er geysilega mikill

  Flestir tengja líkamsrækt við útlitsdýrkun en staðreyndin er sú að hreyfing eykur vellíðan, ekki bara líkamlega heldur andlega líka. Að njóta þess að hreyfa sig skilar sér í auknu sjálfstrausti, meiri styrk, betri hvíld og aukinni útsjónarsemi í verkefnum dagsins.

  Líkamsrækt getur jafnast á við meðferð hjá sálfræðingi.

  Sumum finnst best að æfa snemma á morgnana og vita að þá eiga þeir daginn fyrir sjálfa sig. Öðrum hentar betur að nota eftirmiðdaginn og enn öðrum kvöldin. Finnið ykkar tíma og notið hann vel.

  4. Félagslegi þátturinn

  Að hreyfa sig í hópi með góðum félögum er einstakur hvati til að halda sig við efnið og styrkir viljann til að ná árangri. Oft kemur fólk á æfingu bara til að hitta félaga sína þótt það sé illa fyrirkallað og viti að það muni ekki geta mikið. Innan hóps skapast einnig oft vinaleg samkeppni. Að finna stuðning annarra og einlæga gleði þeirra þegar vel gengur er einnig ómetanlegt.

  Allir geta tekið frá hálftíma á dag til að hreyfa sig og það er alltaf þess virði, sama hvaða verkefni bíða að æfingu lokinni.

  Ef fólk hleypur gæti verið gaman að fara í hjólatúra einu sinni í viku í staðinn eða lyfta lóðum.

  5. Líkamsrækt getur hjálpað þér að sigrast á eigin veikleikum
  Sá agi sem æfingarnar krefjast geta hjálpað mönnum að takast á við önnur vandamál í lífi sínu og leysa þau. Allir glíma einnig við líkamlega veikleika sem geta haldið aftur af þeim en með hjálp góðs þjálfara eða sjúkraþjálfara er hægt að byggja upp þessa veiku hluta og gera þá sterkari.

  Að takast á við veikleika sína gerir mann sterkari.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum