2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Óbyggðirnar kalla – gíraðu þig upp fyrir gönguna

  Óhætt er að segja að óbyggðirnar kalla sífellt fleiri til sín. Erfitt er að skilgreina aðdráttarafl þeirra nákvæmlega en margt kemur til.

   

  Þetta er þægileg leið til að kúpla sig frá borginni og fást við eitthvað allt annað en hið venjubundna streð. Hægt er að standa á fjalls tindi uppi á hálendinu og sjá ekkert mann gert hvert sem augað lítur. Kyrrðin er mikil og fyrir ótalmarga er eitt hvað heillandi við þá upplifun. Það má líka njóta fjalla í næsta nágrenni við höfuð borg ina og þar er ekki síður hægt að fá fjar lægð á borgarstreituna, enda veitir það ómetanlega yfirsýn að horfa á hana ofan frá.

  Fyrir þá sem langar að skella sér á fjöll koma hér nokkur ágæt ráð. Það verður að fara varlega og kunna ákveðna hluti ef á að ferð ast á eigin vegum á fjöllum. Veðurfar getur breyst snögglega og jökul árnar eru varasamar og þær þarf að um gangast af virðingu. Fólk þarf að afla sér þekk ingar og byrja á að ferðast með þeim sem kunna og læra af þeim. Ef það er gert ætti að vera óhætt að ferðast um hálendið án þess að vera í stórhættu. Þess vegna er alltaf nauðsynlegt að láta vita af sér, sýna einhverjum leiðina sem þú hyggst fara og bregða ekki út af henni.

  Hafðu alltaf með þér nesti og vatn, staðsetningartæki og aukafatnað.

  AUGLÝSING


  Hafðu alltaf með þér nesti og vatn, staðsetningartæki og aukafatnað. Nóg úrval er af léttum, hlýjum fatnaði og alltaf mun auðveldara að fækka fötum ef manni verður of heitt en að bregðast við sé manni skítkalt en ekki með neitt aukalega að fara í. Fyrir erfiðar göngur er nauð syn legt að hvíla sig vel í fimm daga áður en lagt er upp og drekka vel áður en haldið er af stað. Margir kjósa að vefja fæturna með „sport tape“ eða léttum teygju bindum.

  Það hjálpar til að koma í veg fyrir blöðrumyndun eða nuddsár. Svo borgar sig alltaf að stoppa reglu lega, reyna að halda hrað an um jöfnum og ætla sér ekki um of. Fjall göngur er ekki keppni og algerlega óþarft að ofreyna sig, ferð in er farin til að njóta.

  Aukabúnaður

  Göngustafir, sólarvörn, bakpokar, salernispappír, sólarvörn, sólgleraugu, derhúfa, lítill sjúkrapakki og GPS-tæki er útbúnaður sem á oft við í göngum og margir kjósa að hafa alltaf með. Flest af þessu er auðvelt að bera með sér og munar ekki um þótt ekki reynist þörf fyrir það.

  Kjarngott nesti

  Kjarngott nesti er alltaf nauðsynlegt í fjallgöngum, smurt brauð, flatkökur, gott álegg, egg, harðfiskur, kjötbitar, pastasalat, ávextir eða grænmeti er allt gott val í nestisboxið og um að gera að hafa það fjölbreytt.

  Pstasalat er sniðugt nesti í fjallgöngur.

  Á lengri göngum er hnetunasl, súkkulaði, kex, rúsínur, súkkulaðistykki, grænmeti eða ávextir, sem bera má í poka í vasa yfir hafn arinnar, gott. Þótt fólk finni ekki fyrir hungri viðheldur það orkunni að nærast reglulega allan tím ann til að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Vatn og sætur drykkur eiga líka ávallt að vera með í för.
  Lífsstíll

  Gönguskór

  Góðir gönguskór eru ekki bara lúxus heldur nauðsyn fyrir alla þá sem hyggjast ganga eitthvað að ráði. Skórnir þurfa að verja fæturna, styðja við í ójöfnum og halda ökklanum í réttri stöðu. Þeir eiga líka að endast svo það ríður á að finna skó sem eru svo þægi legir að menn finni ekki fyrir þeim á fótum sér.

  Góðir gönguskór eru nauðsyn fyrir alla þá sem hyggjast ganga eitthvað að ráði.

  Allir helstu framleiðendur íþrótta skóa bjóða nú upp á góða göngu skó. Þeir hafa þann kost að vera léttari og mýkri en hefð bundnir uppreimaðir fjall göngu skór. Hlaupa skór henta einnig mjög vel til að ganga á. Fjallgönguskór ná upp fyrir ökkl ann, eru stífari og þyngri en striga skórnir. Þeir eru nauð synlegir í fjallgöngum og lengri göngum yfir úfið lands lag, einkum vegna þess að þeir halda vel við ökklann, verja fæt urna og styrkja. Sé gengið á góð um fjall gönguskóm þreytist fólk síður og finn ur minna fyrir fótun um eftir lang an göngudag.

  Margir nota orðið göngu íþrótta skóna sína í fjallgöngur og það er í sjálfu sér allt í lagi. Þeir eru þó ekki jafnendingargóðir og henta ekki eins vel í torfærur. Þeir ná ekki jafnhátt upp og styðja þess vegna ekki eins vel við en við vissar aðstæður geta þeir verið fylli lega nógu góðir. Þeir eru líka sveigj an legri, létt ari og þægilegri. Þess vegna kjósa margir orðið að nota þá í styttri göngur.

  Gott að hafa í huga

  Þegar búið er að kaupa nýja skó er gott að byrja strax að nota þá. Eftir eina langa gönguferð finnur fólk yfirleitt vel hvort skórnir henta því eða ekki. Henti skórnir alls ekki má reyna að skila þeim ef ekki sér á þeim eða selja einhverjum öðrum þá. Aldrei gera ráð fyrir að einhverjir tilteknir skór henti þér.

  Þótt þú hafir keypt áður frá sama framleiðanda eru iðulega gerð ar smávægilegar breyt ing ar á skógerðinni milli ára og nýjar týpur passa stundum alls ekki eins vel og sú gamla.

  Farðu alltaf seinnipart dags til að kaupa skó.

  Þess vegna þarf alltaf að máta skó. Hikaðu ekki við að prófa kven­ og karlaskó. Þótt konur velji oftast kvenskó og svo öfugt er allsendis óvíst að það sé endilega best fyrir þig. Það má vel vera að þínir fætur passi betur í skó sem ætlaðir eru hinu kyninu.

  Farðu alltaf seinnipart dags til að kaupa skó. Fæturnir þrútna yfir dag inn og ef mátað er að morgunlagi er mjög líklegt að skórnir verði of litlir þegar líða tekur á daginn. Fæturnir eru breiðastir fremst og þegar skór eru mátaðir, gættu þess þá að þú getir hreyft tærnar innan í þeim. Ef þær þrýstast út í hliðarnar eða skóna að framan er hætta á að blöðrur taki að myndast þegar þú ferð að hreyfa þig í þeim.

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum