2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Sumir koma aldrei fyllilega til baka aftur út á vinnumarkaðinn“

  Hulda Hákonardóttir, jógakennari hjá Sólum jógastöð, er með puttann á púlsinum hvað umræðu um ofþreytu, streitu og kulnun varðar. Hún þekkir sjálf gildi þess að hvílast og segir að ofurkonur klessi alltaf fyrr eða síðar á vegg. Nýlega dró hún verulega úr vinnuálagi og er nú nær því en nokkru sinni fyrr að finna hið gullna jafnvægi milli vinnu, áhugamála og einkalífs. Það má margt læra af Huldu og viðhorfum hennar til lífsins.

   

  Kulnun er mikið í umræðunni í dag og þú hefur kynnt þér einkenni hennar. Hvað ráðleggur þú fólki að gera til að forðast að streitan taki öll völd?

  „Aðalmálið er að gleyma aldrei sjálfum sér,“ segir Hulda ákveðin. „Gefa sér einhverja stund á hverjum degi til þess að endurnýja orkuna, komast í núvitund þar sem athyglinni er beint að líðandi stund án þess að dæma, vera með opinn hug gagnvart öllum þeim tilfinningum sem koma og taka á móti þeim með vinsemd og friði. Hugleiðsla er góð leið til þess að slaka á og endurnærast. Og svo auðvitað jóga.

  „Fullkomnunarárátta einkennir marga.“

  Í nútímasamfélagi er mikill hraði og ætlast er til mikils af öllum í vinnu og líka í einkalífi. Fólk vinnur mikið og gerir miklar kröfur til sjálf síns. Fullkomnunarárátta einkennir marga og ég held að það sé að einhverju leyti séríslenskt fyrirbæri, því á heilsan til með að gleymast en hún skiptir öllu máli. Hættulegt er að keyra sig út líkamlega og andlega, fólk einfaldlega brennur út á endanum og fær þá dæmigerða kulnun. Sumir koma aldrei fyllilega til baka aftur út á vinnumarkaðinn eða ná alveg fyrri hreysti,“ segir Hulda meðal annars.

  AUGLÝSING


  Viðtalið við Huldu Hákonardóttur, jógakennara, er að finna í heild sinni í 44. tölublaði Vikunnar.

  „Það er einnig gríðarlega mikilvægt að fólki líði vel á vinnustaðnum sínum, það getur ýtt undir vanlíðan og streituástand ef fólki líður illa. Þar eiga yfirmenn í fyrirtækjum að vera með lausnir og hafa vitneskju um hvernig er hægt að hafa vinnustaðinn þannig að öllum líði vel.“

  Lestu viðtalið við Huldu í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum