2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Svefn: Mikilvægur þáttur af heilbrigðum lífsstíl

  Finndu hinn gullna meðalveg milli álags og hvíldar. Það er nauðsynlegt að forgangsraða og skipuleggja vikuna. Í hvað vilt þú nota tíma þinn?

   

  Það er ekki sama að sofa vel og vera lengi í rúminu. Ef þú átt í vandræðum með svefninn, t.d. vaknar þreytt/ur, eru hér nokkur góð ráð til að bæta gæði svefnsins.

  • Sofðu á nóttunni. Hljómar augljóst en langir daglúrar rýra gæði nætursvefnsins. Ef þú tekur aftur á móti 20 mínútna hvíld eða slökun yfir daginn truflar það ekki, þvert á móti gefur það orku.
  • Farðu alltaf að sofa á sama tíma. Mikilvægt er að hafa reglu á svefnvenjum, ekki einungis hjá börnum heldur einnig hjá fullorðnum.
  • Notaðu rúmið til að sofa. Ekki vinna þar eða horfa á sjónvarp. Reyndu að hafa róandi birtu og tónlist í svefnherberginu.
  • Farðu alltaf á sama tíma á fætur.
  • Farðu í heitt bað tveimur tímum fyrir háttatíma.
  • Reyndu að vera í dagsljósi daglega, a.m.k. í 30 mínútur en ekki í mikilli birtu fyrir svefninn.
  • Takmarkaðu koffínneysluna, sérstaklega sex tímum fyrir svefninn.
  • Ekki borða þunga máltíð þremur tímum fyrir svefninn. En smásnarl getur verið notalegt (ef þú getur ekki sofnað fyrir garnagauli).
  • Hreyfðu þig á hverjum degi. Best er að hreyfingin sé ekki rétt fyrir svefninn.

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum