2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Út með óhollustuna

  Hollt mataræði og hreyfing bætir líðan okkar og stuðlar að heilbrigði. Þetta vitum við flestöll en stundum reynist okkur erfitt að fara eftir því og við lendum í vítahring óhollustunnar.

  Það væri þó ráðlegt að taka eitt skref í einu og skipta út því óholla fyrir það holla og vera þannig fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Í staðinn fyrir að kaupa kex væri kannski málið að hver og einn gæti valið sinn uppáhaldsávöxt. Börnin okkar læra að meta holla matinn og tileinka sér hann ef við kennum þeim að meta hann. Það er kannski spurning um að skipta út kexskápnum fyrir ávaxtakörfu með fjölbreyttum og litríkum ávöxtum.

  Svo er líka tilvalið að auka fiskneyslu á heimilinu, en hægt er að matreiða fisk á allskonar hátt og jafnvel gera þá stund skemmtilega með börnunum. Þeim finnst gaman að taka þátt í því sem gerist á heimilinu. Leyfum þeim að elda matinn með okkur, pössum okkur að hafa hann hollan og kennum þeim í leiðinni að það skiptir máli hvað við látum ofan í okkur.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum