2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Úti um allt

  Ekkert jafnast á við íslenska sumarið. Það er góður tími til útivistar hvort sem menn kjósa að fara um á hesti, klífa fjöll á tveimur jafnfljótum, hlaupa, ganga, fara í nestisferðir, þeysa um á torfæruhjóli, fjórhjóli eða keyra um hálendið. Hvaða leið sem menn velja er alltaf gott að vera í réttu fötunum og með bestu fylgihlutina.

  Græjurnar: Settu niður á blað hversu lengi þú ætlar að vera, hvar að tjalda og hversu mikið pláss þú hefur fyrir farangur. Farðu svo í næstu útivistarverslun og biddu afgreiðslufólkið að mæla með besta útbúnaðnum fyrir slíka ferð. Engan langar að ganga á fjöll með 50 kg bakpoka á öxlunum og á sama tíma langar ekki nokkurn mann að sitja einhvers staðar langt úti í sveit og vanta eitthvað sem er algjörlega nauðsynlegt.

  Fötin: Ull er eitt besta efni sem fáanlegt er til að halda á sér hita. Hún andar vel og verður því aldrei óþægileg. Sumir þola ullina illa en bómull og flísefni eru næstbesti kosturinn. Fjárfestu í vönduðu innsta lagi og það mun skila sér margfalt á svölum nóttum. Hafðu einnig með í för svokallað millilag eða flíspeysur, bómullarpeysu eða léttan jakka. Svo er alltaf nauðsynlegt að pakka utanyfirfatnaði hér á landi. Hann er hægt að fá einstaklega hlýjan eða vatnsheldan. Hafðu alltaf með þér utanyfirbuxur líka.

  Til ánægjuauka: Ef ekki er ætlunin að ganga marga kílómetra með farangurinn á bakinu eru sjónaukar, góðar myndavélar, leiðsögubækur, léttir útilegustólar, borð og kælikassar aukabúnaður sem vel er til þess fallin að gera ferðalagið skemmtilegra.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum