2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hreinsandi hunangsmaski

  Hunang er ljúffengt á bragðið en það er líka mikil heilsubót.

   

  Hunang hefur bæði bakteríudrepandi og græðandi eiginleika, sérstaklega svokallað Manuka hunang frá Nýja-Sjálandi. Hunang er því mjög gott til þess að bera bóluhúð, því það drepur bakteríur, er græðandi og róar roða og annan pirring í húðinni.

  Hægt er að auka virknina í maskanum með því að bæta sítrónusafa og matarsóda í hann. Matarsódinn vinnur gegn sveppamyndun sem getur valdið pirringi í húðinni.

  Bakteríudrepandi andlitsmaski:
  1 tsk. hunang
  1 msk. matarsódi
  1 tsk. sítrónusafi

  Öllu er blandað saman og maskinn borinn á andlitið, sérstaklega á bólusvæði. Maskinn er hafður á andlitinu í um 10 mínútur og svo skolaður af með volgu vatni og þvottapoka.

  AUGLÝSING


  Ef húðin er viðkvæm er sniðugt að prófa á litlu svæði fyrst, eða sleppa viðbótunum og eingöngu nota hunang.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is