2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Leiðin að betri næringu

  Fátt er betur til þess fallið að minnka kolefnisspor sitt og hamla gegn loftslagsbreytingum og að auka neyslu sína á matvælum úr jurtaríkinu. Með því bæta menn einnig heilsu sína til muna og þess vegna hafa menn allt að vinna þegar þeir kynna sér lífsstíl grænkerans. Með bókinni Vegan eldhús grænkerans er hægt að stíga mikilvægt skref í átt að betra mataræði.

   

  Marga óar við að prófa eitthvað nýtt í mat. Þeir telja sig ekki þekkja hráefnið nógu vel og ekki vita hvernig á að matreiða það eða meðhöndla. Rose Glover og Laura Niekoll eru höfundar þessarar merkilegu fræðibókar um mat úr jurtaríkinu og eiginleika hans. Rose hefur verið grænmetisæta allt sitt líf en grænkeri í tvo áratugi. Munurinn á þessu tvennu er sá að grænmetisætur borða sumar dýraafurðir, t.d. hunang og mjólkurafurðir. Grænkerar á hinn bóginn neyta einskis úr dýraríkinu.

  Rose fjallar um kosti og galla grænkerafæðisins og fer í gegnum meira en hundrað grænmetistegundir, þau næringarefni sem þau veita og hvernig nota má þau í eldamennsku. Margt af því sem hún talar um hefur ekki verið lengi á markaði hér á landi og sumir Íslendingar enn að læra að nota þetta grænmeti. Nefna má graskerjafjölskylduna en hún er bæði fjölbreytt, næringarrík og bragðgóð. Grasker má nota á mjög margvíslegan hátt, enda bragðið sætt og þess vegna henta þau ekki síður vel í bakstur og eldaða rétti.

  AUGLÝSING


  Vegan eldhús grænkerans

  Fjölbreytileikinn ótrúlegur

  Ítarlega er fjallað um baunir en þær eru mikilvægur prótíngjafi í grænkerafæði ásamt hnetum og sveppum. Þær hafa aldrei verið stór hluti af hefðbundnu fæði Íslendinga en það er synd vegna þess hve bragðgóðar þær eru og hollar. Baunir henta ákaflega vel í alls konar pottrétti, mauk og salöt.

  Í bókinni er einnig að finna almenna fræðslu um næringarefni og hlutverk þeirra í líkamanum. Farið er í gegnum meltingarferlið, hormónastarfsemi og hvaða áhrif grænkerafæði hefur á þessi kerfi. Líkt og með önnur matvæli er matur úr jurtaríkinu misríkur af ákveðnum efnum og hægt er að styrkja ákveðna þætti í lífeðlisfræðilegri starfsemi hans með því að leggja áherslu á eitthvað tiltekið á mismunandi tímum.

  Rose gefur einnig góða yfirsýn yfir kryddjurtir og sjávargrænmeti. Það er nokkuð sem Íslendingar mættu skoða betur en sjórinn allt í kringum landið er ríkur af þara, þangi og þörungum. Margt af því mætti vinna til manneldis en hingað til höfum við eingöngu borðað söl.

  Að hafa aðgang að svo ítarlegri umfjöllun um grænmeti, baunir, hnetur og aðrar jurtaafurðir er ómetanlegt fyrir þá sem hafa áhuga á að skipta um lífsstíl eða bara auka neyslu sína á matvælum úr jurtaríkinu. Þetta hlýtur einnig að styðja þá sem þegar hafa tekið skrefið og gefa þeim nýjar hugmyndir.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is