2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Litirnir í lífi okkar og merking þeirra

  Síðustu misserin hefur verið í tísku að mála einn vegg heimilisins eða fleiri í lit og dökkir litir hafa verið sérlega vinsælir. Fólk velur auðvitað liti eftir smekk en svona til gamans má hér finna merkingu hvers litar.

   

  Heimilið

  Hvítur litur er hreinsandi og hressandi, jákvæður og góður. Hann eflir sköpunargleði og velgengni og eykur bjartsýni.

  Svartur getur verið gagnlegur með öðrum en hann stendur fyrir vernd og sterka undirstöðu.

  Rauður gefur hlýja og munaðarfulla tilfinningu, einnig orku og hugrekki og getur laðað að ást og ástríðu.

  AUGLÝSING


  Bleikur táknar kvenlegan styrk og eykur ást og velgengni, eykur vellíðan og getur róað niður reiði og mýkt erfitt skap.

  Appelsínugulur eykur félagshæfni, gleði og stendur fyrir frelsi og lífskraft.

  Gulur ber í sér hlýju, eykur innsæi og sköpunarkraft, bjartsýni og sjálfstraust.

  Grænn litur dregur úr streitu, örvar vonir, frið, vinarhug og samúð.

  Blár er róandi, kælir og slakar og hefur skapandi áhrif. Góður litur gegn streitu, æsingi og svefnleysi. Svefnherbergi?

  Fjólublár er hreinsandi fyrir líkama og sál, byggir upp sjálfstraust og öryggi.

  Dimmfjólublár vekur minni þitt og næmni og gefur þér frið.

  Blárauður (magenta) leysir upp gömul mynstur og er góður þegar haldið er á vit andlegra ævintýra.

  Gulllitur færir hlýju, gleði, bjartsýni, eldmóð og þrótt.

  Silfurlitur er heilandi og laðar fram innsæi og sjálfskoðun.

  Vinnustaðurinn

  Vinnustaðir eru oft og tíðum málaðir í frekar niðurdrepandi litum enda kannski minna hugsað út í litaval þar en á heimilinu. Sumir litir eru taldir vera meira upplífgandi en aðrir og þá gæti verið snjallt að velja þá liti sem hvetja starfsfólkið áfram til góðra verka.

  Mynd / Unsplash

  Gulur litur er bæði jákvæður og upplífgandi, enda minnir hann á sólina sjálfa. Sagt er að hann efli skýra hugsun og dómgreind ásamt því að hjálpa fólki við að taka ákvarðanir. Með gula litinn í kringum sig ætti fólk að vera skipulagðara, jákvæðara, bjartsýnna og með betra sjálfstraust.

  Appelsínugulur er sagður örva hugann og lyfta sálinni. Hann á að virka vel gegn depurð.

  Grænn litur er góður í umhverfi sem á að vera afslappandi og þá væntanlega ekki á vinnustöðum þar sem orkan þarf að endast allan vinnudaginn.

  Bíllinn

  Liturinn er oftast aukaatriði þegar keyptur er notaður bíll. Skynsamlegra þykir að kaupa þann sem er minnst ekinn, best farinn og hentar þér og fjölskyldunni vel. En liturinn segir þetta um eiganda sinn:

  Eldrauður: stendur fyrir hraða, kynþokka og kraft.

  Vínrauður/rauðblár: nánast sama og sá eldrauði nema á hógværari hátt.

  Appelsínugulur: segir um eiganda sinn að hann sé lífsglöð og málglöð manneskja sem geti verið óákveðin og fylgi tískustraumum. Strætó bs?

  Gulur: bíll þeirra sólskinsglöðu og hamingjusömu sem aldurinn bítur ekki á.

  Mynd / Unsplash

  Dökkgrænn: ökutæki þeirra vanaföstu og áreiðanlegu sem eru í góðu jafnvægi.

  Gulgrænn: þú fylgir tískustraumum, ert lífleg týpa og duttlungafull.

  Dökkblár: sjálfsörugg, traustverð og áreiðanleg manneskja.

  Ljósblár: töffari … kalda, rólega og þögla týpan.

  Fjólublár: hugmyndarík manneskja, sjálfstæð og frumleg.

  Grár/silfurlitur: glæsilegur töffari, svolítið köld týpa.

  Hvítur: þú ert fullkomnunarsinni.

  Svartur: stendur fyrir klassík, glæsileika, styrk og völd.

  Brúnn: sá jarðbundni ekur um á brúnum, ekkert drama hér.

  Drapplitaður: einfaldur smekkur, tímalaus einfaldleiki.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is