2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Með nesti og nýja skó

  Sú var tíð að öll ferðalög hófust á því að taka til nesti og nýja sauðskinnskó. Nú dytti engum í hug að búa sig út með nýja skó, enda þeir líklegir til að skapa vandræði og þrengja einhvers staðar að þegar verst gegnir. Hér eru nokkur góð ráð sem hugsanlega geta nýst þegar ferðalög sumarsins eru undirbúin.

   

  Fatnaður á ferðalögum þarf alltaf að taka mið af veðurfari. Til að tryggja að kvöldsvalinn verði ekki of nístandi er gott að hafa með eitt gott ullarsjal eða slá. Það fer lítið fyrir slíkum flíkum en þær eru ótrúlega hlýjar þegar á þarf að halda.

  Mynd / Unsplash

  Á ferðalögum innanlands er gaman að hafa með sér nesti. Margir einstaklega fallegir áningarstaðir bíða rétt við þjóðveginn og mun skemmtilegra að stoppa þar og njóta útiveru um stund en að keyra að næstu sjoppu. Nestið þarf ekki að vera flókið en það getur líka verið gaman að skipuleggja nokkrar máltíðir og pakka í kæliboxið áður en haldið er af stað.

  AUGLÝSING


  Íslendingar ættu alltaf að vera með léttar regnkápur eða regnslár í bílnum þegar þeir fara um landið sitt. Það er líka gott að hafa með teppi eða mottu til að sitja á ef ætlunin er að njóta náttúrufegurðar á leiðinni.

  Mynd / Unsplash

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is