2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Skref fyrir skref – Sparileg og lífleg greiðsla

  Alltaf er gaman að geta breytt aðeins til. Vikan fékk hársnyrtimeistarann Katrínu Sif Jónsdóttur á Hárstofunni Sprey í Mosfellsbæ til að sýna lesendum hvernig hægt er að setja sítt hár í skemmtilega og líflega greiðslu.

   

  Katrín blés hárið upp úr ANTI.GRAVITY og krullaði svo allt hárið með millistóru keilujárni frá HOTTOOLS. Hún fór sitt á hvað með áttirnar og greiddi svo yfir með grófri greiðu.

  Katrín tók svo lokka við andlitið og setti þá saman í teygju.

  Hún setti taglið í gegn nokkrum sinnum svo það myndaðist snúningur. Hún segir að það sé hægt að gera alla leið niður eða jafnvel bara einu sinni.

  AUGLÝSING


  Hún togaði lokkana aðeins til og setti spennu, svona til þess að gera greiðsluna aðeins fínni.

  Að lokum spreyjaði hún TOUCHABLE SPRAY yfir endana sem er vax í spreyformi og gefur hárinu hald og léttan glans.

  Myndir / Unnur Magna
  Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi
  Greiðsla / Katrín Sif Jónsdóttir (Icelandic hairdresser of the year)
  Módel / Sigrún Hjaltalín

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is