2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Snjöll ráð við þrifin: Vodka í rúmið og gluggaskafa á hundahárin

  Hér er að finna 14 sniðug og vistvæn húsráð, tímasparandi og ódýr, nema kannski ráð númer átta, á þessum síðustu og verstu.

  1. Grillið

  Skerðu venjulegan lauk í tvennt, stingdu gaffli í hann og nuddaðu slétta fletinum yfir óhreint, heitt grillið. Þetta þrífur grindurnar vel og skilur að auki eftir smálaukbragð fyrir næstu grillmáltíð.

  1. Skítugt mínútugrill

  Hér er ráð sem ég hef notað sjálf með góðum árangri. Þegar grillið er enn volgt er ráðið að rennbleyta nokkrar arkir af eldhúsrúllupappír, skella ofan á grillið og loka því. Eftir kannski klukkutíma er blauti pappírinn fjarlægður og nú renna óhreinindin af með hreinum og þurrum eldhúspappír.

  1. Tandurhrein uppþvottavél

  Settu einn bolla af ediki, t.d. í glerkönnu, í efstu grindina í uppþvottavélinni og stilltu á hæsta hita. Þegar vélin er búin skaltu sáldra matarsóda yfir botninn á henni og setja hana aftur í gang. Hún verður ekki bara hrein, heldur tandurhrein.

  1. Blandarinn

  Fylltu hann til hálfs með volgu vatni og settu 1-2 dropa af uppþvottalegi út í. Settu í gang í nokkrar sekúndur. Skolaðu með hreinu vatni og þurrkaðu. Komið!

  1. Kaffi- eða kryddkvörn
  AUGLÝSING


  Settu eina matskeið af matarsóda í kvörnina og settu í gang í smástund. Notaðu t.d. eldhúspappír til að þurrka vel. Árangurinn mun koma þægilega á óvart.

  1. Gubbeddí gubb

  Ef einhver kastar upp á gólfið hjá þér skaltu setja vatn og matarsóda (natron) yfir ófögnuðinn. Láttu þetta svo vera yfir nótt og um morguninn geturðu ryksugað allt saman.

  1. Glerbrot

  Í öllum bænum ekki reyna að taka upp glerbrot með fingrunum. Það er ávísun á slys. Taktu brauðsneið og ýttu henni yfir glerbrotin sem sogast upp í hana, eins og hún væri segull, líka allra minnstu agnirnar.

  1. Vodka í rúmið

  Til að hreinsa dýnuna í rúminu þínu er gott ráð að setja vodka í spreybrúsa og spreyja yfir dýnuna. Láttu hana síðan þorna af sjálfu sér. Alkóhólið drepur bakteríurnar sem valda lykt.

  1. Baðkersröndin

  Skerðu greipávöxt í tvennt og dreifðu salti yfir baðkerið, nuddaðu saltinu með greipinu yfir rendurnar sem hverfa skjótt.

  Greipávöxtur getur komið sér vel í heimilisþrifin.

  1. Glasaför

  Bleyttu glasafarið með blautri tusku og á meðan það er enn blautt skaltu nota hárblásarann og bletturinn ætti að hverfa.

  1. Hunda- og kattahár

  Eftir að búið er að ryksuga leynast enn hár á teppinu. Afar sniðugt ráð er að fara með gluggasköfu yfir teppið til að ná síðustu hárunum.

  Það getur verið vandasamt að fjarlægja hundahár af sófum og gólfteppum.

  1. Fitublettir í fötum

  Ef þú ert með hvíta krít við höndina þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að fötin þín eyðileggist ef þú færð fitublett á þau. Krítaðu yfir blettinn, bíddu í nokkrar mínútur og nuddaðu hann síðan með rakri tusku.

  1. Rykbaninn rosalegi

  Ilmklútar sem settir eru í þurrkara og afrafmagna tauið eru frábærir til að þurrka ryk með. Sjónvarpið sem bókahillurnar og allt þar á milli. Þar að auki munu eiginleikar klútsins nýtast vel og hrinda frá ryki um tíma.

  1. Spegilgljáandi stálvaskur

  Skerðu vænan topp ofan af sítrónu sem þú notar síðan ásamt salti til að pússa vaskinn með. Hann verður gljáandi hreinn á eftir.

  Myndir / Unsplash

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is