2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér

  Lífið virðist stundum snúast allt um tíma. Annaðhvort flýgur hann áfram á ógnarhraða og dugar ekki nándar nærri til að gera allt það sem mann langar eða finnst maður þurfa að gera. Eða hann silast áfram og hver mínúta virðist eins og heil eilífð. Það er þó ekki armbandsúrið eða klukkan á snjallsímanum sem ákvarðar hversu hratt eða hægt tíminn líður heldur er það heilinn. Hér eru nokkur ráð til að fá tímann til að líða hraðar eða hægar, eftir því hvað hentar þér.

   

  Tikk takk

  Þegar við erum yfir okkur hamingjusöm eða niðursokkin í eitthvert verkefni hættum við að taka eftir þessum venjulegu merkjum sem sýna okkur að tíminn líði. Einfaldasta leiðin til að hægja aðeins á tímanum og láta gæðastundir endast lengur er að verða meðvitaðri um litlu hlutina; eins og til dæmis bragðið af matnum sem við erum að borða eða tónlistina sem hljómar. Því fleiri atriði sem skilningarvitin taka eftir, því betra. Að njóta stundarinnar hér og nú hægir á tímanum.

  Bið, endalaus bið

  Ertu að bíða eftir einhverju? Silast tíminn áfram eins og hver mínúta sé heil eilífð? Reyndu að líta á biðtímann sem tækifæri að slaka á og velta vöngum. Að sitja fastur í umferðinni er til dæmis kjörið tækifæri til að gleyma sér aðeins í hugsunum sínum (en passa að vera samt meðvitaður um að keyra af stað þegar umferðin hreyfist). Dagdraumar eru aldrei tímasóun, heldur heilsubót fyrir heilann.

  Endurheimtu´ann

  Einu sinni fannst manni biðin eftir jólunum endalaus en eftir því sem aldurinn færist yfir virðast jólin nýbúin þegar þau koma á ný. Eftir því sem við eldumst kemst meiri rútína á lífið og við gerum hlutina eiginlega sjálfkrafa og jafnvel hálfhugsunarlaust. Þannig virðist sem tíminn fljúgi áfram. Til að hægja aðeins á er hægt að breyta rútínunni. Það krefst þess af heilanum að hann haldi athyglinni, búi til nýjar minningar og það teygir úr tímanum.

  AUGLÝSING


  Breytingin getur til dæmis falist í því að keyra aðra leið í vinnuna en þú ert vön/vanur að gera og reyna að taka eftir því sem er öðruvísi við hana en þá hefðbundnu. Það er líka hægt að taka tíu mínútna göngutúr áður en farið er heim eftir vinnu. Eða prófa eitthvað nýtt; til dæmis að kaupa í annarri verslun en venjulega eða fara á aðra líkamsræktarstöð. Með smávegis breytingu er hægt að brjóta upp það sem við höfum vanist.

  Anda inn og anda út

  Hægðu á þér. Fólk sem einbeitir sér að því að vera með hugann við líðandi stund frekar en að hafa áhyggjur af fortíðinni eða framtíðinni er sagt vera hamingjusamara og hugsa skýrar. En mörgum reynist þetta erfitt. Það getur hjálpað að einbeita sér að önduninni í nokkrar mínútur; einbeittu þér að því að hlusta á andardráttinn og ýttu burt áhyggjum og óþarfa hugsunum.

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is