2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Blúndur og bootcut – Spáð í tískuna 2020

  Öll helstu tískuhúsin sýndu ekki fyrir löngu nýjustu sumarlínuna sína fyrir vorið 2020.

   

  Leður og leðurlíki hafa verið áberandi fyrir veturinn 2019-2020 og verða það áfram út næsta sumar. Brúnir tónir líka verða vinsælir áfram ásamt köflótta mynstrinu. Doppótt mynstur voru einnig mjög áberandi á tískupöllunum ásamt blómamynstri í margvíslegum útgáfum og köflóttum drögtum.

  Svokallaðar boxy power suits, eða dragtir, með stórum og kassalaga herðapúðum voru líka áberandi. Þá verður appelsínugulur væntanlega aðalliturinn næsta sumar ef marka má margar tískulínur vorsins 2020.

  Flestir hönnuðanna sýndu líka skófatnað í leðri og voru stígvél og bandaskór áberandi. Gegnsæjar blússur verða áfram áberandi og því er ekki vitlaust að fjárfesta í fallegum toppi eða brjóstahaldara til að vera í innan undir.

  AUGLÝSING


  Brún leðurstígvél frá YSL.

  Fallegir bandaskór frá Stella McCartney.

  Fallegur blómakjóll frá Dior sem notaði villtar blómategundir sem fyrirmyndir í bróderingu og prenti.

  Dásamlega fallegur appelsínugulur kjóll frá Stella McCartney.

  Appelsínugul dragt frá BaumundPferdgarten.

  Rómantískur kjóll frá Erdem sem minnir á þættina Húsið á sléttunni.

  Balmain sýndi meðal annars doppóttan jakka og útvíðar, doppóttar buxur.

  Sacai sýndi þennan flotta doppótta kjól.

  Paco Rabanne sýndi fallega, köflótta buxnadragt.

  Renndur leðurjakki frá Hermès.

  Síðustu misseri hafa litlar töskur verið vinsælar en næsta sumar verður greinilega töff að bera stóra tösku ská yfir öxlina. Rag and Bone sýndi meðal annars þessa brúnu leðurtösku.

  Bútasaumskjóll frá Y/Project.

  Svört organza-blússa og hnébuxur í stíl frá Nina Ricci.

  Síðasta sumar voru hjólabuxur í tísku, en í þeirra stað koma nú hnébuxurnar sem eru annaðhvort úr gallaefni, leðri eða fínlegri efnum með pressuðu broti. Hér eru hnébuxur frá Givenchy við svört leðurstígvél.

  Stella McCartney færir sig aftur á tíunda áratuginn með reimum og rykkingum í þessari musku-grænbláu kápu.

  Proenza Schouler sýndi þessa sportlegu kápu.

  Útvíðar gallabuxur og mittisháu „mömmubuxurnar“ í alls kyns útgáfum voru áberandi hjá hönnuðunum. Hér eru bootcut-gallabuxur frá Cèline en útvíðu buxurnar eru farnar að vera meira áberandi í verslunum eftir langt hlé.

  Givenchy sýndi hálfþvegnar gallabuxur í afslöppuðu sniði sem verður vinsælt áfram.

  Fallegar og rómantískar pífur frá Victoria Beckham.

  Texti /Arna Atladóttir (Instagram: @stilisti_maelir_med)

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum