2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Eins og svart og hvítt

  Hin ódauðlega Coco Chanel lék sér oft með þversagnir og andstæður. Hún er þekkt fyrir aðdáun sína á hvítu og svörtu og að hafa blandað því reglulega saman. Haustlína Chanel-merkisins sækir innblástur í þá vinnu hennar og það er hin bráðsnjalla Lucia Pica sem hannar hana.

   

  „Konur hugsa um alla liti aðra en litleysuna. Ég hef sagt að svartur hafi allt. Hvítur líka. Fegurð þeirra er alger. Þeir skapa hið fullkomna samræmi,“ sagði Coco þegar hún var að skýra aðdáun sína á þessum litum. Hugsun hennar var að þessu leyti á svipuðum slóðum og hugur listmálarans Mondrian en hann er þekktur fyrir að hafa leikið sér með liti og skarpar andstæður.

  Úr haustlínu Chanel.

  Hann sagði að það væri ekki liturinn sem rataði á strigann sem skipti máli heldur litirnir á milli litanna. Hið sama gildir um hvítt og svart, þegar þessir tveir litir koma saman skapast skörp skil, nýr litur. Silkikennd áferð nýju línunnar skapar einnig skemmtilega möguleika á að leika sér með línur og skugga.

  Tímalaus og elegant hönnun

  AUGLÝSING


  Noir et Blanc de Chanel, absolutes er tímalaus, elegant og klassísk lína sem einkennir tískuhús Gabrielle Chanel, eða Coco Chanel eins og hún var ávallt kölluð, enn í dag. Lucia Pica er alþjóðlegur skapandi hönnuður förðunar og lita fyrir Chanel og hún nálgaðist viðfangsefni með það í huga að reyna að endurspegla þetta algera samræmi sem Coco talaði um. Hún vildi einnig ná fram blæbrigðunum og skuggunum sem skapa einmitt litina milli litanna enda er það í anda módernistanna sem unnu að list sinni í París þegar Coco Chanel var að skapa sér nafn í Evrópu.

  Úr haustlínu Chanel.

  Ekki er fjarri lagi að segja að svart og hvítt hafi einmitt einkennt hennar tíma, það endurspeglaðist í fílabeini og íbenholtviði sem voru áberandi í innanhússhönnun þessara ára. Innlögð húsgögn og munir úr hvítu beininu og svörtum viðnum eru eftirsótt enn í dag. Art Deco einkenndist einnig af beinum línum, einföldum formum og vandaðri handverksvinnu. Haustlína Chanel tekur mið af því og Lucia Pica leitast við að koma þeim í form sem hentar nútímaneytendum. Silfraðir, gylltir, koparlitaðir og grábrúnir litir einkenna augnskuggana og kinnalitinn en glitrandi áferð þeirra gefur þeim mjúkan blæ. Varalitirnir á hinn bóginn eru djúprauðir og plómulitaðir og skapa með því verðuga og spennandi andstæðu.

  „Svart og hvítt eru þeir litir sem ég tengi mest við Gabrielle Chanel, tímana sem hún lifði og þann kraft sem gaf þessum litum og hvernig þeir birtust í lífi hennar. Svart og hvítt voru í umhverfi hennar, í innréttingunum, í arkitektúrnum í París og í hinu táknræna í öllu lífi hennar,“ segir Lucia.

  Aðdáendur Coco Chanel fagna án efa þessari spennandi línu sem er einstök á allan hátt.

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum