2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Endurkoma herðapúðanna

  Níundi áratugurinn er mörgum vel kunnur hvað varðar tískustrauma. Ýmislegt sem þykir ekki beint smart í dag var í tísku á þessum tíma eins og túperað/vöfflað hár, blár augnskuggi upp að augabrúnum og snjóþvegnar gallabuxur. Það kæmi ekki á óvart í dag að þeir sem tóku þátt í þessari tísku á sínum tíma skelli upp úr við að sjá myndir af sér frá þessu tímabili og spyrji sig: „Hvað var ég eiginlega að spá?“

   

  Herðapúðar eru til þess gerðir að breikka axlir og gefa manneskjunni sterkara útlit. En á þessum tíma voru það ekki bara karlmenn sem klæddust jakkafötum með ísaumuðum herðapúðum til að auka þokka og mikilfengleika, heldur sóttust konurnar einnig í að líta svona út til að auka trúverðugleika sinn sem raunverulegur keppinautur karlmanns á vinnumarkaðinum.

  Hið dæmigerða útlit framakonunnar á níunda áratugnum einkenndist af áðurnefndum herðapúðum í dragt sem oft var svipað víð yfir axlir og mitti og gaf efri hluta líkamans kassalaga form. Ýmist voru mittishá pils eða buxur í stíl og litir alla vega. Teinótt, grátt og svart var þó vinsælast til að klæðast á skrifstofunni. Á ensku kallast slíkar dragtir „power-suit“ sem á íslensku gæti útlagst sem ofurdragt.

  Stella McCartney

  AUGLÝSING


  Auglýsin Giorgio Armani en Armani var einn vinsælasti hönnuðurinn á þessum tíma og þótti sérstaklega flott að klæðast dragt frá honum

  .

  .

  Það jákvæða við þetta tímabil er að menntun kvenna jókst til muna og þær fóru að vera meira áberandi í stjórnunarstöðum og pólitík. Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980 og Margaret Thatcher, „járnfrúin“, gegndi stöðu forsætisráðherra Bretlands frá árinu 1979 til 1990.

  Sjá má að hér eru jakkar þeirra beggja vel bólstraðir yfir axlarstykkið. Segja má að það sem hafi verið mest einkennandi fyrir þennan tíma séu herðapúðarnir og viti menn! Þeir eru komnir aftur í tísku, eins og glöggir tískuunnendur hafa sjálfsagt tekið eftir.

  Vigdís Finnbogadóttir.

  Margaret Thatcher.

  Burberry

  Leikararnir í Hollywood voru hvergi undanskildir þegar kom að því að klæðast heitasta trendinu en hér má sjá flottustu leikkonurnar á þessum tíma klæðast ofurdragtinni.

  Leikkonan Melanie Griffith í kvikmyndinni Working Girl.

  Leikkonan Joan Collins lék í þáttaröðinni Dynasty sem var ein sú vinsælasta á þessum tíma og fjallaði um ríka fjölskyldu þar sem alls kyns vandamál og svik og prettir voru allsráðandi. Glæsilegur klæðnaður í þáttunum vakti mikla lukku á meðal áhorfenda.

  Glenn Close

  Michael Kors

  Hér er breska ofurmódelið Yasmin LeBon í grárri dragt með herðapúðum, skreytt alls kyns keðjum og svo í kvenlegri blússu innan undir. Samskonar blússur eru nú þegar áberandi í helstu fataverslunum og sáust fleiri útgáfur á tískupöllunum fyrir vorið 2020.

  Julia Roberts

  Texti / Arna Atladóttir (Instagram @stilisti_maelir_med)

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum