2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Klassískir brúðarkjólar stjarnanna

  Konur úti um allan heim sækja brúðarkjólainnblástur sinn til Grace Kelly sem giftist Rainer fursta árið 1956 í kjól sem hannaður var af MGM-búningahönnuðinum Helen Rose. Nicole Richie og Ivanka Trump giftu sig báðar í kjól sem líkist kjól Grace, sem og hertogaynjan Kate Middleton.

   

  Það er gaman að spá í klassíska brúðarkjóla og velta því fyrir sér hvaðan innblásturinn kom.

  Elizabeth Taylor giftist átta sinnum á ævinni en þann 6. maí 1950 var Conrad „Nicky“ Hilton sá heppni. Brúðarkjóll Liz undirstrikaði ofurgrannt mitti hennar en hjónabandinu lauk innan árs.

  Priscilla giftist Elvis Presley við fámenna athöfn árið 1967 í látlausum kjól en með túberað hár og förðuð í anda sjöunda áratugarins.

  AUGLÝSING


  Tískuíkonið Audrey Hepburn giftist Mel Ferrer í rómantískum kjól frá tískuhúsinu Balmain.

  Jacqueline Kennedy Onassis, eða Jackie O eins og við þekkjum hana best, giftist 35. forseta Bandaríkjanna árið 1953 í kjól eftir Ann Lowe.

  Victoria Beckham giftist David sínum í kjól frá Veru Wang sem kostaði á sínum tíma 100.000 Bandaríkjadali. Hún var stuttklippt og sjaldan sést jafnlítið förðuð, hvorki fyrr né síðar.

  Ofurfyrirsætan Kate Moss giftist rokkarakærastanum sínum í kjól eftir vin sinn John Galliano.

  Gwen Stefani klæddist kjól úr smiðju John Galliano en endar hans voru fölbleikir.

  Kiera Knightley gifti sig í kjól frá Chanel sem var nokkurra ára gamall en hún hafði áður klæðst honum við opinber tækifæri. Þetta vakti mikla athygli,

  Brúðarkjóll Anne Hathaway er frá Valentino en margir voru óánægðir með höfuðskraut hennar.

  Texti / Helga Kristjáns

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum