2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Lúkk sem vekja eftirtekt

  Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa gríðarleg áhrif á tískuna. Í mörgum tilfellum er verið að endurskapa ákveðin tímabil og þegar fatnaður, förðun, hárgreiðsla og heildarútlit þessara ára blasir við sjónum aftur er eins og einhver fortíðarþrá kvikni eða menn einfaldlega átti sig á hversu flott og stælleg þessi tíska er. Lítum á nokkra þætti sem hafa breytt útliti fólks.

  The Marvelous Mrs. Maisel

  Þeir sem þekkja þættina um hina dásamlegu og orðheppnu frú Maisel vita að fáir standa henni framar þegar það kemur að auga fyrir stíl og því sem klæðir hverja og eina konu. Þessir dásamlegu þættir segja sögu gyðingastúlku í New York á sjötta áratug síðustu aldar sem uppgötvar að hún hefur mikla hæfileika í uppistandi. Þættirnir voru sýndir á Amazon Prime Time og vonandi koma þeir til Íslands.

  AUGLÝSING


  The Trial of Christine Keeler

  Nú er verið að sýna í BBC-þáttaröð um réttarhöldin yfir Christine Keeler. Hún setti Bretland nánast á hliðina og varð þess valdandi að íhaldsstjórn Harolds Macmillan féll. Þessi nítján ára gamla stúlka átti í stuttu ástarsambandi við John Profumo, varnarmálaráðherra Bretlands, á þeim tíma og olli gríðarlegu hneyksli. En búningarnir í þáttunum eru hrein snilld, sömuleiðis eyelinerinn, mildu varalitirnir, mismunandi mikið túperað hárið og kisusólgleraugun. Allt eitthvað sem gaman er að leika sér með og lauma inn í eigin klæðaburð til að skapa sér sérstöðu.

  Mad Men

  Allir muna eftir þessum frábæru þáttum um hið karllæga samfélag Sterling Cooper auglýsingastofunnar. Konur voru á háum hælum, með vel greitt hár og varaliturinn endurnýjaður reglulega. Tíu þáttaraðir voru gerðar og spönnuðu áratug frá 1960-1970 og þjóðfélagsbreytingar þessa tíma sáust vel bæði í fatnaði og hegðun persónanna. Hárböndin, kvartbuxurnar og pilsvíðir kjólar, þröngir í mittið með belti komust aftur á tískupallana fyrir tilstilli þeirra.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum