2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Straumar og stefnur í haust og vetur

  Flestir unnendur og áhugamenn um tísku eru langspenntastir fyrir hausttískunni. Þá eru lagðar línurnar fyrir næsta ár og yfirvegun og fágun einkennir oftast nær helstu stefnur. Engin undantekning frá því verður núna og hér er að finna samantekt um helstu strauma og áberandi nýungar í haust og vetur.

   

  Einfaldleiki og hefðbundin form

  Klassísk snið og hefðbundinn fatnaður er það sem koma skal í haust og vetur. Dragtir af öllum gerðum eru komnar aftur og ómissandi í fataskáp allra tískumeðvitaðra kvenna. Þótt sniðin séu venjubundin og ekkert nýtt þar að finna er næstum harðneskjulegt yfirbragð þeirra mýkt með björtum og skærum litum. Dragtir í pastellitum, bleikar, ljósbláar, gular og rauðar geta ekki klikkað.

  Litrík dragt klikkar ekki.

  Blake Lively í dragt í skemmtilegum lit.

  AUGLÝSING


  Rosie Huntington-Whiteley í smart dragt.

  Hvítir strigaskór

  Hvítu strigaskórnir ganga enn við allt og ekki hægt annað en að fagna þessari einstaklega þægilegu tísku.

  Hvítir strigaskór ganga allan ársins hring.

  Fylghihlutir

  Flott er að bera fínlega skartgripi. Náttúruþemað heldur áfram og skeljar, fiðrildi, laufblöð og perlur eru vinsæl. Alls konar belti geta sett skemmtilegan svip á drapplitaða frakkann og breytt flíkinni. Djarfir litir í skóm, töskum, klútum, slæðum og treflum lífga svo upp á allt saman.

  Perluskart og slæður er vinsælt um þessar mundir.

  Prinsessukjólar

  Rósótti kjólinn er ekki á leið út. Prinsessusnið og blómamynstur eru elegant í haustveislurnar og -brúðkaupin.

  Blómamynstur gengur líka á haustin og veturna.

  Dökkur kjóll með blómamynstri, virkilega smart.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum