2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Undirstaða góðrar heilsu

  Holl næring er undirstaða góðrar heilsu og algjört lykilatriði til að halda kröftum langt fram eftir aldri. Hægt er að bæta mjög líðan sína með því skoða mataræði sitt og gera breytingar. Stundum þarf ekki mikið til.

   

  Góð byrjun
  Gott er að byrja á að skoða hvort ekki sé hægt að auka neyslu ávaxta og grænmetis, t.d. bæta þeim inn í morgunverðinn, taka snakk úr jurtaríkinu með í vinnuna og borða milli mála og bera fram hrásalat með öllum mat. Víða er hægt að afla sér upplýsinga um næringarinnihald alls konar matvara og það tekur ekki langan tíma að fletta upp nokkrum uppáhaldsmatartegundum og athuga hvort hefðbundin máltíð á þínu heimili innihaldi öll þau vítamín og steinefni er líkaminn þarfnast.

  Vigt getur verið óvinur

  Megrun borgar sig ekki
  Læknar og næringarfræðingar eru sammála um að ef fólk borði daglega nokkuð hollt fæði geri minna til þótt þeir leyfi sér eitthvað af og til. Sumir tala um að borða 80% af tímanum eingöngu hollustu en nýta það svigrúm sem hin 20% gefa til að leyfa sér eitthvað sérlega gott. Mælt er með að menn fari ekki í megrun, taki hins vegar það skref að breyta neysluvenjum og halda sig við það. Megrunarátak getur hjálpað mönnum að losna við mörg kíló á stuttum tíma en þau skila ekki langtímaárangri en heilsufarslegur ávinningur er mestur ef menn gæta þess stöðugt að halda góðum lífsstíl.

  AUGLÝSING


  Gott er að skrifa niður

  Dagbækur hjálpa til
  Matardagbækur eru góð leið til að endurskoða og hafa yfirsýn yfir neysluvenjur sínar. Sumir halda slíkar dagbækur reglulega í nokkrar vikur í senn til að skoða hvernig þeim gengur að ná markmiðum sínum og halda við þeim áherslum sem þeir kjósa.

  Meðvitaður neytandi
  Lestu þér til um innihaldslýsingar á öllum dósamat og öðrum tilbúnum mat sem þú kaupir og veldu það sem er án viðbætts sykurs og með minni fitu. Skoðaðu einnig hvers konar aukefni er að finna í þeim. Ef eitt – hvað er ókunnuglegt er hægt að afla sér upplýsinga á Netinu.

  Fæðubótaefni misjöfn
  Þótt sumir noti fæðubótarefni er alltaf best að miða við að fá öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast úr fæðunni, þá nýtast þau betur. Mikið úrval fæðubótarefna eru á markaði en eru mjög misjöfn. Sjálfsagt er að ráðgast við lækna, næringarfræðinga eða aðra sem hafa kynnt sér málin mjög vel áður en menn byrja að taka slík efni.

  Fæða er mikilvæg

  Í samráði við sérfræðinga

  Ef menn vilja gera róttækar breytingar á mataræði sínu og matarvenjum er gott að gera það í samráði við næringarfræðing. Það felst aðhald í að hitta slíkan ráðgjafa reglulega og standa skil á hvernig hefur gengið að halda sig á beinu brautinni. Það er mjög erfitt að breyta neysluvenjum. Í mörgum tilfellum gengur betur ef menn byrja á að gera litlar breytingar og halda síðan áfram að taka smátt og smátt upp nýja siði.

   

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is