List við þjóðveginn

Deila

- Auglýsing -

Nú þegar Íslendingar eru á ferð um landið er áhugavert og spennandi að beygja aðeins út af hringveginum og njóta listar. Í Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum stendur yfir sýningin  Stúlkan og hrafninn. Verkin byggja á þjóðsögunni um stúlkuna sem hjálpaði hrafninum að lifa af veturinn og fékk þau laun að hann bjargaði lífi hennar þegar Skíðastaðaskriða féll árið 1545.

Þetta er samsýning ellefu listamanna úr Skagafirði, Húnavatnssýslum og Reykjavík. Hver og einn túlkar sína sýn á þjóðsöguna. Sýningin stendur til 11. ágúst og er opin á opnunartíma Listakots Dóru sem er klukkan 12-17 frá laugardegi til mánudags og eftir samkomulagi. Vinnustofan er rekin af listamanninum Hólmfríði Dóru Sigurðardóttur  sem vinnur að list sinni og handverki á staðnum.

- Advertisement -

Athugasemdir