Listin besta sáluhjálpin

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dans- og kvikmyndagerðarkonan Helena Jónsdóttir hefur verið brautryðjandi í dansmyndagerð á Íslandi og eftir hana liggja fjölmargar dansmyndir. Hún hefur getið sér góðan orðstír sem danshöfundur og kvikmyndagerðarkona, bæði hérlendis og erlendis, og margsinnis verið verðlaunuð fyrir list sína. Helena missti eiginmann sinn, Þorvald Þorsteinsson, árið 2013 og sorgarferlið hefur verið langt og strangt. Hún segir listina hafa verið sína besta sáluhjálp og hvetur fólk til að temja sér skapandi hugsun. Ástin kom óvænt inn í líf Helenu á ný eftir andlát Þorvaldar þegar hún kynntist Marcel, belgískum vídeólistamanni, sem hún segir gera sér grein fyrir að sé í sambandi bæði með henni og Þorvaldi. Enda hafi Marcel verið hennar hægri hönd í að halda arfleifð Þorvaldar á lofti.

Listin besta sáluhjálpin

Sjálf segist Helena eiga listaheiminum mikið að þakka í sínu sorgarferli. „Ég fékk ómetanlegar gjafir frá vinum mínum í listageiranum, bækur, tónlist og ýmsar uppákomur. Það var svo yndislegt að fá svona góðar gjafir. Ég þurfti sannarlega á næringu að halda og þetta hjálpaði mér oft í gegnum erfið skref. Listin heldur vel utan um okkur ef við kunnum að nýta hana.“

Hún segist bjartsýn á framtíðina og minnir á sköpunargleðina. „Framköllum saman, græðum saman, styrkjumst saman, skrifaðu sjálfri þér bréf, spilaðu ólíka tónlist til að hreyfa við sálarlífinu, dansaðu þegar þú vaknar á morgnana, syngdu í bílnum. Ég vil gera listina aðgengilega öllum en of oft er hún álitin fyrir útvalinn hóp. Temjum okkur skapandi hugsun, listin er góð vinkona, hún hefur verið mín besta sáluhjálp.

Lestu forsíðuviðtal við Helenu í nýjustu Vikunni.

Líneik Önnu Sævarsdóttur þingmanni þykir það ekki tiltökumál að ferðast milli borgar og landsbyggðar sökum starfs síns, eða að ferðast um stórt kjördæmi. Hún er alin upp frá unga aldri við að leggja sitt af mörkum í stórfjölskyldunni og samfélaginu, sækir orkuna í náttúruna og segist ávallt myndi velja landsbyggðina fram yfir höfuðborgina. Í dag er hún jafngömul og móðir hennar var þegar hún lést úr MND og segist Líneik enn vilja geta leitað góðra ráða hjá móður sinni.

Stefán Svan Aðalheiðarson og Dúsa Ólafsdóttir eru bæði menntaðir hönnuðir og hafa unnið í tískubransanum í áraraðir, bæði við eigin hönnun og verslunarrekstur. Þau reka nú saman verslunina Stefánsbúð/p3 á Laugavegi 7. Þau segja að klassísk hönnun fari aldrei úr tísku.

Halldóra Ásgeirsdóttir er sjálfboðaliði hjá Kvennadeild Rauða kross Íslands og formaður stjórnar hennar segir okkur frá starfseminni. Kvennadeild Rauða kross Íslands var stofnuð árið 1966 af stórhuga konum og er það grunnurinn að starfi deildarinnar í dag. Frú Ragnheiður Guðmundsdóttir augnlæknir átti hugmyndina að stofnuninni en hún hafði kynnst sjálfboðaliðastarfi kvenna í Rauða kross starfi í Bandaríkjunum og víðar. Hún sá einnig þörf fyrir slíka starfsemi hérlendis.

Þráinn Kolbeinsson ljósmyndari bók myndir fyrir bókina Reykjanes þar sem finna má fjölda ljósmynda af hinum einstaka Reykjanes­­skaga og tilvísanir í menningu og sögu þessa landshluta sem kalla má hliðið inn í landið. Allir landsmenn ættu að vita í dag hvar Grindavík er á landakortinu en jarðhræringar hafa verið á Reykjanesinu í fleiri mánuði. Reykjanesið býður þó upp á margt fleira eins og ægifagrar ljósmyndir Þráins sýna.

Björn Þór Sigurbjörnsson, einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í World Class,  Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leik- og söngkona, og Hulda G. Geirsdóttir, dagskrárgerðarmaður, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

Í Málinu fjöllum við um Meghan Markle, prinsessuna sem ruggaði bátnum hjá bresku konungsfjölskyldunni. Allt ætlaði um koll að keyra þegar fréttist að Meghan og Harry væru í opinskáu viðtali við Opruh Winfrey. Og ekki stóð á viðbrögðum frá höllinni. Meghan er sökuð um einelti gegn starfsfólki sínu og rannsókn hafin. Hvað er þarna í gangi og er sagan að endurtaka sig?

Tinna Sif Sigurðardóttir hreifst af hráfæði fyrir nokkrum árum og nam fræðin í bandarískum háskóla. Henni finnst gott að nota hráfæði með öðrum aðferðum í eldamennsku. Tinna gefur lesendum Vikunnar uppskrift og segir okkur nánar frá hráfæði.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, tísku, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, krossgátan, orðaleit og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -