• Orðrómur

Lítil leyndarmál vellíðunar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Konfúsíus sagði að hamingjan væri fólgin í því að rísa á fætur aftur eftir að hafa dottið. Búdda og Kristur voru hins vegar sammála um að hamingjan væri fólgin í því að gera eitthvað fyrir aðra. Oft fyllumst við hamingju af litlu tilefni en þess á milli getur verið erfitt að finna nokkra gleði. Hér eru nokkur lítil leyndarmál sem geta aukið lífshamingju okkar til muna.

 

Komdu þér upp aðferð til að losna við áhyggjur og streitu dagsins

„Áður en ég fer að sofa fer ég alltaf í bað og helli slatta af lavenderolíu út í baðvatnið. Þegar ég er búin horfi ég á vatnið renna niður niðurfallið og ímynda mér að allar mínar áhyggjur hverfi með því.“ Sheila Hancock, ekkja leikarans John Thaw (Morse lögregluforingi).

- Auglýsing -

Ræktaðu sambandið við vini og vandamenn

„Eitt af því sem ég veit fyrir víst er að þegar við gerum að lokum upp líf okkar, þegar verkefnalistinn er loksins tæmdur og tími gefst til að líta til baka, þá er ást okkar til annarra og hvort þeir elskuðu okkur á móti það eina sem stendur eftir.“ Oprah Winfrey, bandarískur þáttastjórnandi.

Borðaðu hollan mat

- Auglýsing -

„Ef ég borða ekki reglulega verð ég ergileg og uppstökk. Blóðsykurinn lækkar mjög hratt hjá mér og ég verð að borða eitthvað hollt að minnsta kosti fimm sinnum á dag. Eiginmaður minn er orðinn þessu vanur og þegar ég byrja að öskra á hann eru hans fyrstu viðbrögð yfirleitt að segja: „Í guðs bænum, borðaðu eitthvað.““ Cindy Crawford fyrirsæta.

Láttu þig dreyma

„Á hlýjum, heiðskírum kvöldum vef ég mig oft inn í teppi og horfi upp í himininn. Þá geri ég mér grein fyrir hversu stór alheimurinn er. Þá ímynda ég mér að ég sé að fljúga um himingeiminn og skoða jörðina ofan frá. Það eru sannir töfrar.“ Simone de Signoret leikkona.

- Auglýsing -

Leyfðu matnum að hugga þig og gleðja

Caroline Righton, höfundur bókarinnar The Life Audit, huleiðir á meðan hún eldar.

„Ég velti fyrir mér lausnum á ýmsum vandamálum meðan ég er að elda. Þess vegna fer matargerðin hjá mér eftir því hvað er helst að plaga mig þá stundina. Þegar ég er döpur bý ég til sultu eða marmelaði og ef ég er reið næ ég í mortélið mitt og myl krydd í góða pottrétti. Vinir mínir vita að ef ég býð þeim í indverska karrírétti fyrirvaralaust þá hefur eitthvað gengið á. Þeir vita að undir borðum muni þeir þurfa að hlusta á mig tíunda vandamál mín. En þeim er alveg sama – ég er góður kokkur.“ Caroline Righton, höfundur bókarinnar The Life Audit.

Dansaðu

„Það bregst aldrei að mér líður betur ef ég dansa. Oft þegar börnin voru farin að sofa á kvöldin fór ég niður í stofu, setti plötu á fóninn og dansaði um þar til ég varð gersamlega uppgefin.“ Margaret Laurence, kanadískur rithöfundur.

Spáðu sjálf í spilin

„Þegar ég átti í erfiðleikum og skuldirnar voru alveg að sliga mig ímyndaði ég mér oft að ef allt færi á versta veg gæti ég búið í hjólhýsi og unnið sem barþjónn. Síðan minnti ég sjálfa mig einfaldlega á að hingað til hefði mér alltaf tekist að leysa málin og núna þegar ég horfi fram á veginn er ég viss um að þótt eitthvað voðalegt gerist þá muni mér takast að sigrast á því.“ Dawn Breslin, höfundur The Power Book.

Myndir / Unsplash

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -