Lykillinn að góðum svefni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Mataræði sem stuðlar að bættum svefni.

Langvarandi svefnleysi er beinlínis hættulegt ástand. Þegar menn sofa ekki nóg minnkar einbeitingartíminn, viðbragðsflýtirinn og hæfnin til að greina hluti rétt. Þetta veldur því að ósofið eða illa sofið fólk er í meiri hættu á að lenda í slysi eða valda slysi. Auknar líkur eru á háum blóðþrýstingi, þunglyndi og hjartasjúkdómum ef svefnleysi verður viðvarandi. Meðan við sofum fer einnig fram allt viðgerðar- og endurnýjunarferli líkamans svo sá sem ekki nær fullri hvíld er þess vegna líklegri til að kljást við ýmiss konar heilsufarsvandamál.

Vitað er að melantónín getur hjálpað fólki bæði við að sofna fyrr og bæta gæði svefnsins og fæðutegundir sem innihalda það ættu því að gagnast vel. Montmorency-kirsuber eru í þeim flokki og gott að neyta þeirra eftir kvöldmat eða drekka safa úr þeim með matnum.

Ekki er mælt með því að borða þungar máltíðir á kvöldin ef menn eiga erfitt með svefn. Þá er betra að velja grænmetisrétti, fisk eða annan léttan mat.

Amínósýran tryptophan er meðal annars að finna í matartegundum eins og kjúklingakjöti, fiski, eggjum, heilkorni, höfrum, banönunum, hunangi og sumum hnetutegundum. Það er gott að borða þessar matartegundir á kvöldin því tryptophan ýtir undir melatónínframleiðslu.

Tebolli með tveimur teskeiðum af hunangi út í er kjörinn rétt fyrir svefninn eða heit magnesíumrík mjólk með hunangi.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira