2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Maður er að skapa verðmæti“

  Trésmiðjan Meiður var valin handverksmaður ársins á Handverkshátíðinni í Hrafnagili í sumar. Að baki framleiðslunni standa þau, Guðrún Hrund Sigurðardóttir hönnuður og Hörður Harðarson húsasmiður. Nafnbótina hlutu þau fyrir framúrskarandi glæsilega gripi úr tré.

  Í jólablaði Vikunnar er að finna viðtal við Guðrúnu og Hörð.

  „Við erum með vélar, ekki stórar sem vinna frumvinnuna en svo er þetta að lokum pússað í höndunum,“ segir Guðrún. Sjálf getur Guðrún ekki gefið sig fullkomlega í þetta því hún berst við krabbamein í lífhimnu. Meinið er ólæknandi en hún er svo heppin að svara lyfjameðferð vel og sjúkdómnum er haldið niðri.

  Meðal annars af þessari ástæðu ákvað Meiður að styrkja Bleiku slaufuna í ár og láta hluta af söluandvirðinu í október ganga til Krabbameinsfélagsins. Vörur þeirra eru til sölu í Gallery Grásteini við Skólavörðustíg.

  AUGLÝSING


  Mynd / Hallur Karlsson

  Gallery Grásteinn opnaði í vor en þetta gamla steinhús á Skólavörðustígnum er einstaklega falleg umgjörð um handverkið. „Það sem er svo gaman við þetta að maður er að skapa verðmæti,“ segir Guðrún. „Maður vinnur við eitthvað einn dag og eftir stendur gripur sem jafnvel á eftir að ganga í erfðir milli kynslóða.“

  Lestu viðtalið við Guðrúnu og Hörð í heild sinni og sjáðu fleiri myndir í jólablaði Vikunnar.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is