• Orðrómur

„Maður getur ekki farið og skilið svona áföll eftir“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sara Oskarsson kveður að sinni svið stjórnmálanna eftir úrslit í prófkjöri Pírata. Nýlega fertug hyggst hún reyna fyrir sér á nýjum vettvangi, kvikmyndaheiminum. Eftir margra ára baráttu hefur Sara náð að hemja storminn sem geisað hefur innra með henni og horfir nú björtum augum til framtíðar, nýtrúlofuð manninum sem bjargaði henni fyrir sautján árum á hennar erfiðasta degi.

Sjá einnig: „Ég gat ekki gert sjálfri mér að segja nei við ástinni“

Móðir Söru svipti sig lífi og segir Sara að hún viti ekki hvort og hvernig hefði verið hægt að fyrirbyggja það. „Hún virtist harðákveðin í þessari ákvörðun. Þetta hefði ekki þurft að fara svona en ég veit ekki hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir það samt sem áður,“ segir Sara sem telur að hægt sé að fyrirbyggja sjálfsvíg í einhverjum tilvikum. „Þetta er oft mikil stundarörvænting, til dæmis hjá ungu fólki. Þetta er svo grátlegur missir og afleidda sorgin og áfallið hjá aðstandendum mikið.“

- Auglýsing -

Eftir andlát móður sinnar gat Sara ekki hugsað sér að vera lengur á Íslandi og flutti til Edinborgar í Skotlandi og hóf myndlistarnám. „Það varð ofsalega mikill hvirfilbylur sorgar og reiði og það voru alls konar tilfinningar sem brutust út meðal fjölskyldunnar og ég bara fór. En maður getur ekki farið og skilið svona áföll eftir, þau koma bara með manni og með enn meiri farangur en maður er sjálfur með. Andlát mömmu komst langleiðina að því að granda mér og sumarið 2006, þremur árum eftir andlát mömmu, braust sorgin fram og ég féll gjörsamlega saman. Við vorum mjög nánar og ég var líka með mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart henni þannig að sektartilfinningin yfir hvernig hún dó lagðist ofan á sorgina.“

Lestu viðtalið við Söru í nýjasta tölublaði Vikunnar sem fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -