• Orðrómur

„Maður klárar það sem maður byrjar á“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Aðalheiður Jacobsen rekur og á fyrirtækið Netparta ehf. sem sérhæfir sig í umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða. Árið 2020 hlaut fyrirtækið verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Þótt greinilegt sé að Aðalheiður njóti starfs síns í botn hefur hún marga bolta á lofti. Hún á fjögur börn og þrjú barnabörn, stundar hestamennsku og útiveru og hefur m.a. keppt í rallycross þar sem hún bar sigur úr býtum. Fyrir rúmum tveimur árum flutti Aðalheiður úr dreifbýlinu og inn á Selfoss. Hún segir það hafa tekið dálítinn tíma að venjast því að búa aftur svona inni í bæ.

Gerirðu bara allt sem þér dettur í hug og lætur ekkert stoppa þig?

„Já, kannski er ég svolítið hvatvís en mér finnst líka að maður verði að klára það sem maður byrjar á. Í miðju COVID rak ég augun í auglýsingu sem mér þótti áhugaverð. Ég las hana þannig að þetta væru fyrirlestrar á netinu sem mér þóttu áhugaverðir og fluttir af flottum, viðurkenndum stjórnarmönnum. Ég las þetta kannski ekki alveg nógu vel en skráði mig á þessa fyrirlestra, að því að ég hélt. Svo fékk ég tilkynningu um að námskeiðið væri að hefjast og þegar ég fer að skoða þetta betur sé ég að þetta var heilmikið námskeið, átta tímar á viku í tíu vikur, sem lyki svo með prófi og ritgerð. Allt í einu var ég komin með heilan helling af námsefni og aðeins meiri vinnu en ég hafði séð fyrir mér, ég hélt ég væri bara að fara að hlusta á flotta og áhugaverða fyrirlestra. En ég kláraði þetta og hafði bara gaman af. Eins og ég segi, maður klárar það sem maður byrjar á.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Aðalheiði í nýjasta tölublaði Vikunnar. Vikan kemur út alla fimmtudaga og fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

Vikan fer í borgarferð í miðborg Reykjavíkur yfir helgi og kemst að því jafnvel á litlum bletti miðborgarinnar er svo mikið að sjá og upplifa að tveir dagar eru hvergi nærri nóg!

- Auglýsing -

Þegar grasið grænkar og sól fer að leika um landann færist líf um allar sveitir. Náttúran skartar sínu fegursta og fólk nýtur þess að ferðast um, setjast niður á góðum stað, slaka á og njóta lífsins. Hjördís Dögg Grímarsdóttir eigandi mommur.is gefur lesendum Vikunnar uppskriftir, sem hentar vel í lautarferð.

Alli Nalli og tunglið er bók fyrir börn sem gefin var út á Íslandi 1959. Frakkar segja bókina dýrgrip og frumútgáfa verksins er virt en bókin er einstök og afar eiguleg þegar litið er til þeirra listamanna sem komu að henni og hve sérstæð hún er í formi.

Eyvindur Karlsson, tónlistarmaður og markaðsfulltrúi hjá Solid Clouds, Salka Sól Eyfeld, söng- og leikkona, og Vera Wonder, leikstjóri og framleiðandi með meiru, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

- Auglýsing -

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, kynlífspistil Veru, krossgátan, orðaleit, Sudoku og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -