• Orðrómur

„Maður þarf dálitla félagslega aðlögun eftir að hafa búið úti í sveit“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Aðalheiður Jacobsen rekur og á fyrirtækið Netparta ehf. sem sérhæfir sig í umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða. Árið 2020 hlaut fyrirtækið verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Þótt greinilegt sé að Aðalheiður njóti starfs síns í botn hefur hún marga bolta á lofti. Hún á fjögur börn og þrjú barnabörn, stundar hestamennsku og útiveru og hefur m.a. keppt í rallycross þar sem hún bar sigur úr býtum. Fyrir rúmum tveimur árum flutti Aðalheiður úr dreifbýlinu og inn á Selfoss. Hún segir það hafa tekið dálítinn tíma að venjast því að búa aftur svona inni í bæ.

Og nú býrðu á Selfossi. Hvernig er að vera aftur komin inn í bæ eftir að hafa búið úti í sveit?

„Ég viðurkenni að maður þarf dálitla félagslega aðlögun eftir að hafa búið úti í sveit í tuttugu ár. Það var dálítið skrýtið að flytja aftur inn í bæ, þótt ég eigi þar lítið sætt einbýlishús með garði. Ég var til dæmis vön að hleypa hundinum mínum einum út og hélt því auðvitað bara áfram þegar ég flutti. Svo kom ein dóttir mín til mín og sagði að vinur sinn hefði kvartað yfir því að Skúli, hundurinn, kæmi alltaf yfir til hans og skiti í garðinn. Þá fattaði ég að ég yrði að passa upp á að það gerðist ekki,“ segir Aðalheiður hlæjandi. „Maður þarf líka að passa að draga gardínurnar fyrir og svona, sem maður var ekki vanur í sveitinni. En þetta er yndislegt hverfi sem ég bý í á Selfossi og ekki hægt að kvarta yfir neinu.“

- Auglýsing -

Lestu skemmtilegt viðtal við Aðalheiði í Vikunni sem fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -