• Orðrómur

„Maður þarf ekki að fara í gegnum hlutina eins og jarðýta“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Leikkonan Íris Tanja Flygenring ætlaði sér að verða ballettdansari en slys setti strik í reikninginn með þau framtíðarplön. Hún fann sér þó annan farveg í listinni og útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Ísland vorið 2016. Íris segist alla tíð hafa verið fljót að læra hvernig hún ætti að haga sér í ákveðnum aðstæðum enda skipti hún sjö sinnum um grunnskóla í æsku og þar af voru tveir í Bandaríkjunum. Ef til vill hafi þetta verið fyrsta þjálfunin í því að verða leikkona, þótt Íris segist ekki vita hversu gott það hafi endilega verið. Margt hafi reynt á í þessum aðstæðum og hlutirnir hefðu ekki þurft að vera svona erfiðir. Íris fer með burðarhlutverk í sjónvarpsþáttunum Kötlu úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks sem sýndir verða á Netflix en fjárfesting Netflix í verkefninu er sú hæsta sem um getur í íslenskri kvikmyndagerð og Íris segir að áhorfendur geti dregið lærdóm af þáttunum. Hún hafi sjálf lært að treysta innsæinu sínu.

„Að mörgu leyti var það mjög frelsandi að vera í tökum á Kötlu á meðan COVID var að ganga hvað harkalegast yfir hérna á Íslandi,“ segir Íris, „því við vorum við tökur fyrir austan, í Vík í Mýrdal, og maður var eiginlega í hliðarveröld, aðskilinn frá öllu daglegu amstri því það var auðvitað ekkert í gangi neins staðar. Þess vegna var kannski dálítið erfitt að koma niður úr þessu öllu saman og fjarlægjast Ásu, persónuna sem ég leik í Kötlu.“

Lestu viðtalið við Írisi Tönju í nýjasta tölublaði Vikunnar. Vikan kemur út alla fimmtudaga og fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

- Auglýsing -

Bjarni Þór Jónatansson hefur hjólað til vinnu í áratugi og segir það hafa verið tilviljun að hann byrjaði að hjóla. Hann segir margt hafa breyst á þessum árum til batnaðar en jafnframt að hraði á hjólastígum sé gjarnan of mikill sem bjóði hættunni heim auk þess sem mengun sé víða í borginni sem sé hjólreiðafólki óhagstæð.

Ása Marin Hafsteinsdóttir gaf nýlega út bókina Yfir hálfan hnöttinn, sem er skálduð ferðasaga, en hugmyndina að bókinni fékk Ása Marin í ferð sinni til Víetnam. Bókin er ekta sumarlestur nú þegar höftum vegna kórónuveirunnar er senn að létta og Íslendingar geta farið að taka fram vegabréfin og fartöskurnar.

- Auglýsing -

Ingvar Valgeirsson, tónlistarmaður, trúbador og starfsmaður Hljóðfæraverslunarinnar Rín, Birgitta Elín Hassell, bókaútgefandi og einn eigenda Bókabeitunnar, og Hallgrímur Ólafsson, leikari, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

Í Málinu tökum við fyrir Rússland og fyrrum ríki Sóvetríkjanna. Valur Gunnarsson gaf nýverið út bókina Bjarmalönd sem fjallar um kynni hans og upplifun af ríkjunum og er í senn upplýsandi, persónuleg, stórfróðleg og bráðskemmtileg

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, kynlífspistil Veru, krossgátan, orðaleit, Sudoku og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

- Auglýsing -

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -