• Orðrómur

Mannleg reisn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Leiðari í 17. tbl. Vikunnar

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir var fyrsti námsráðgjafi á Íslandi. Þegar hún kom heim úr námi í Noregi tuttugu og átta ára gömul var fagið varla til. Allir sáu þörfina en kenningar og aðferðir voru enn í mótun. Ásta tók til starfa við Háskóla Íslands, gekk þar inn í mikinn karlaheim með hugsjónir í farteskinu og þekkingu sem var svo ný af nálinni að rótgrónir fræðimenn höfðu lítinn skilning á henni. Næstu átján árin byggði Ásta upp öfluga deild, mótaði kenningar, uppfærði þekkingu sína og mótaði aðferðir sem nýttust nemendum hennar vel. En á öllum vinnustöðum er í gangi viss pólitík, framapot og klíkumyndanir. Ásta fékk að kenna á því og þegar hún fann sig tilneydda til að fara var eins sumir gætu ekki einu sinni unnt henni þess að kveðja vinnustaðinn með reisn.

Öllum mönnum er annt um virðingu sína. Og þá á ekki við titla eða tiltekna félagslega stöðu heldur mannhelgi. Við þurfum öll á því að halda að við séum metin fyrir það sem við gerum vel og að ef gagnrýni er þörf sé hún sett fram á þann máta að hún brjóti ekki manneskjuna niður. Það er alltaf viðkvæmt og erfitt þegar upp koma vandamál á vinnustað. Ástæðurnar geta verið margvíslegar, slæm fjárhagsstaða fyrirtækja, undirmönnun, vinnuálag og í sumum tilfellum pólitík en í enn öðrum að fólk einfaldlega að passi ekki saman. Samt tökum við ævinlega inn á okkur slíka erfiðleika og förum stundum að efast um okkur sjálf. Það er óþarf því ef marka má nýjar kenningar um stjórnun eiga allir leiðtogar að geta náð því besta út úr fólkinu sínu ef þeir leggja sig fram um að styrkja það og gefa því tækifæri til að njóta sín á eigin forsendum. Þeir eiga einnig að vera þeim vanda vaxnir að leysa úr deilum eða árekstrum sem upp koma.

„Næstu átján árin byggði Ásta upp öfluga deild, mótaði kenningar, uppfærði þekkingu sína og mótaði aðferðir sem nýttust nemendum hennar vel.“

- Auglýsing -

En sama hvaða ástæður liggja að baki þegar fólk er hrakið úr vinnu er undarlegt að því sé ekki leyft að ljúka störfum með reisn og hvað þá að elta viðkomandi út fyrir starfstaðinn og leggja stein í götu hans í viðleitni til að skapa sér annan vettvang. Það er óskiljanlegt og þá komum við aftur að virðingunni. Flest viljum við leitast við að sýna öðrum þá framkomu sem við helst óskum eftir að þeir sýni á móti og maður skyldi ætla að með aukinni þekkingu og skilningi á mannlegum kjörum vaxi hæfileiki manna til að gera einmitt það. Þess vegna hafði ég trú á að innan menntastofnana, sérstaklega æðstu stofnana þessa lands ríkti einmitt virðing milli samstarfsmanna og kollega. Að láta stundarhagsmuni sjálfs sín ráða fremur en framfarir innan fræðasviða er óskiljanleg hugsun, einnig að stjórnast af persónulegri óvild. Vísindin efla alla dáð eru kjörorð Háskóla Íslands en verða þau ekki hol og hljómlaus ef fræðimennirnir þar innan dyra hafa engan skilning á hvað felst í mannlegri reisn?

 

 

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

 

 

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sjö góð ráð til að eiga góð samskipti

Höfundur / María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi og sáttamiðlari hjá SamskiptastöðinniÁrekstrar í samskiptum eru óhjákvæmilegir. Við getum lent í...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -