Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

María Rut og Ingileif gefa út barnabók: „Erum ekki að innræta börnum eitt eða neitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er oft mikill ótti við það hjá sumu fólki að börn fái fræðslu um fjölbreytileikann, en það er svo ótrúlega tilhæfulaus ótti. Það er ekki smitandi að vera svona eða hinsegin og ætlunin er ekki að innræta börnum eitt eða neitt,“ segir Ingileif Friðriksdóttir, en í næstu viku kemur út ný barnabók eftir Ingileif og Maríu Rut Kristinsdóttur, eiginkonu hennar, sem kallast Vertu þú og er ætluð börnum.

Undirtitillinn, Litríkar sögur af fjölbreytileikanum, lýsir vel viðfangsefninu. „Þetta er bók tileinkuð fjölbreytileikanum,“ útskýrir María Rut. „En hún fjallar ekki bara um fjölskyldur eða hinsegin veruleika. Hún fjallar um það að við eigum að vera eins og við viljum vera. Við erum öll ólík og það er gott.“

„Það er nefnilega ekkert hættulegt að segja börnum að þau megi vera eins og þau eru, hafa áhuga á því sem þau hafa áhuga á, elska þann sem þau elska og klæða sig eins og þau vilja klæða sig. Okkar reynsla er sú að börn eru fordómalaus,“ segir Ingileif. „Þau læra svo af okkur fullorðna fólkinu hvað þykir „skrýtið“ og „óeðlilegt“.

„Fordómar byggjast á fáfræði,“ bætir María Rut við, „og við trúum því af einlægni að með því að byrja snemma og tala um það við börnin okkar að við séum ólík þá getum við búið til pláss fyrir alla til að vera nákvæmlega eins og þeir eru.“

Lestu viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -