Matur og aldur

Deila

- Auglýsing -

Allir vita orðið hvað mataræði er mikilvægt til að viðhalda góðri heilsu ævina á enda.

Rannsóknir hafa sýnt að með því að velja skynsamlega þær fæðutegundir sem menn kjósa að neyta og hvernig þeim er raðað saman má hægja á öldrun, fyrirbyggja sjúkdóma og bæta bæði andlega og líkamlega líðan. Þeir sem komnir eru um og yfir miðjan aldur ættu einkum að huga vel að hvað þeir kjósa að borða.

Eftir miðjan aldur hægist mjög á brennslu líkamans, viðgerðarferli hans virka ekki eins vel og það tekur lengri tíma að byggja upp styrk ef menn missa hann. Ýmsar fæðutegundir geta örvað mjög öll kerfi líkamans og þannig hægt á öldrunarferlinu.

Eftir miðjan aldur hægist mjög á brennslu líkamans, viðgerðarferli hans virka ekki eins vel og það tekur lengri tíma að byggja upp styrk ef menn missa hann. Ýmsar fæðutegundir geta örvað mjög öll kerfi líkamans og þannig hægt á öldrunarferlinu.

Lykilatriði er að svelta sig ekki til að koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Mun áhrifaríkara er að auka grænmetisneyslu og tryggja að minnsta kosti þrisvar í viku komi prótínið í máltíðum úr jurtaríkinu. Sojakjöt og baunir eru góður valkostur.

Kornið og gasið

Með árunum minnkar hæfni líkamans til að melta korn. Þeir sem borða mikið brauð geta þess vegna orðið varir við aukinn vindgang. Það getur valdið leiðinlegum uppákomum þegar vandamálið gerir vart við sig innan um annað fólk. Ein gróf brauðsneið á dag getur nægt til að koma slíku af stað hjá sumum. Fylgstu með hvernig brauð fer í þig og minnkaðu neysluna ef vart verður við aukna gasmyndun.

Minnkaðu saltneyslu

Eftir þrjátíu og fimm ára aldur aukast líkur á að vatn safnist upp í líkamanum. Bjúgur og þroti á morgnana er ein afleiðing þessa. Draga má verulega úr hættu á slíku með minni saltneyslu. Jurtasalt er góður valkostur sem getur komið í stað salts. Unnar kjötvörur eru yfirleitt mjög saltaðar og fólk yfir fertugu ætti

Döðlur eru dásamlega sætar og ein besta fæðutegund sem hægt er að hugsa sér þegar alangar í eitthvað sætt eða vilja gefa sætubragð í mat.

að forðast þær. Mikil saltneysla getur einnig aukið líkur á hækkuðum blóðþrýstingi, hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Kúmensalt og saltblöndur, þ.e. sjávarsalt og jurtakrydd eru önnur leið til að fá gott saltbragð af matnum án þess að saltið sjálft sé ofnotað.

Eftir þrjátíu og fimm ára aldur aukast líkur á að vatn safnist upp í líkamanum. Bjúgur og þroti á morgnana er ein afleiðing þessa. Draga má verulega úr hættu á slíku með minni saltneyslu. Jurtasalt er góður valkostur sem getur komið í stað salts.

Hresstu ónæmiskerfið við

Margar fæðutegundir innihalda andoxunarefni sem örva ónæmiskerfið. Fersk túrmerikrót er í þeim hópi en þessi bragðmikla og holla jurt er einstaklega virk og hana má nota í mat á ýmsa vegu, t.d. er frábært að rífa niður um það bil teskeið af henni og blanda í boost eða ávaxtasafa og drekka á morgnana.

Hún á sérlega vel við alla austurlenska pottrétti og merkilegt hve mjög hún lífgar upp á lambagúllas, 1-2 cm af rótinni eru þá rifnir niður og leyft að mýkjast í olíu með lauk og öðru grænmeti. Frænka hennar engiferrótin hefur sömu eiginleika en þær eru bólgueyðandi, vinna gegn bakteríusýkingum og draga verulega úr blóðsykursveiflum. Í þessum rótum er efnið curcumin en það hefur góð áhrif á heila og dregur úr sársauka vegna gigtar og annarra liðvandamála.

Náttúruleg sæta

Döðlur eru dásamlega sætar og ein besta fæðutegund sem hægt er að hugsa sér þegar alangar í eitthvað sætt eða vilja gefa sætubragð í mat. Þær eru að auki mjög trefjaríkar og eru þess vegna ákaflega góðar fyrir meltinguna. Hægt er að búa til döðlusíróp með því að þeyta mjúkar döðlur og vatn saman í blandaranum. Kreistið safa úr um það bil ¼ af sítrónu út í og þar með er orðið til frábært síróp til að hella yfir grísku jógúrtina, hafragrautinn eða heilhveitipönnukökurnar.

Jógúrt, ab-mjólk og skyr

Flestir minnka mjög mikið neyslu á mjólkurvörum með árunum. Það er hins vegar mjög gott að fá ýmsa meltingargerla úr mjólk. Lítil sæt jógúrtdós, skyr eða ab-mjólk er fínn morgunverður og blanda má alls konar ávöxtum, höfrum og fræjum út í sem gefa aukna fyllingu. Fersk mynta á sömuleiðis mjög vel við mjólkina og gefur frískt og gott bragð. Annar kostur hennar er að hún dregur mjög úr andremmu sem margt fólk er vandræðum með.

Þegar snakkþörfin gerir vart við sig

Þreyta, streita og pirringur vekja snakkþörf hjá mörgu fólki. Þá er ákaflega freistandi að grípa súkkulaðistykki, kartöfluflögur eða annað fljótlegt og bragðgott. Ekkert af þessu er hins vegar hollt og líklegt til að vekja löngun í enn meira.

Mun betra er að fá sér eina ristaða brauðsneið með góðum hummus, heldur en súkkulaði, kartöfluflögur eða annað snakk.

Mun betra er að fá sér eina ristaða brauðsneið með góðum hummus. Hægt er að gera hummus úr fleiri baunum en kjúklingabaunum, t.d. er smjörbauna-hummus mjög góður.

Setjið 200-300g af smjörbaunum í blandarann ásamt spínati, safa úr hálfri sítrónu, einum hvítlauk eða þremur rifjum af geirlauk, 3 msk. af grískri jógúrt, hálfum bolla af ólífuolíu og kryddið eftir smekk. Það má einnig borða þetta beint úr dósinni með teskeið.

Fræin

Fræ eru prótíngjafar en innihalda auk þess ótal góð næringarefni. Þau eru þess vegna frábær til að auka orku og úthald yfir daginn. Sesamfræ lyfta salatinu upp á annað plan, passa vel í maríneringu á lax og kjúklingabringur og í múslí. Hið sama gildir um graskersfræ og hörfræ. Graskersfræin og sesamfræin má rista til að auka bragðið. Chia-fræ passa svo sérlega vel í alls konar grauta og eru fínn morgunmatur og í blöndu af avókadó og kakói dásamlegur eftirréttur. Öll fræ má svo setja í lófann, stinga upp í sig og tyggja ef mann langar til.

Möndlur og mjólkin úr þeim

Einfalt er að búa til möndlumjólk í blandaranum heima en hana má einnig kaupa í heilsuvörudeildum stórmarkaða eða í heilsubúðum. Möndlumjólk er gerð úr afhýddum möndlum, vatni og vanilludropum. Sumir hafa ekki fyrir að afhýða möndlurnar, enda hýðið ríkt af trefjum og góðum næringarefnum. Í möndlum er einnig amínósýran tryptophan sem ýtir undir seratónínmyndun í líkamanum og auðveldar mönnum að slaka á og ná djúpum, endurnærandi svefni. Möndlumjólk er þess vegna hinn fullkomni drykkur á kvöldin og næst þegar þú færð þér einn fyrir svefninn ættir þú að grípa fernu af henni úr ísskápnum, hella í glas og sleppa öllum öðrum drykkjum.

Höfundur / Steingerður Steinarsdóttir

 

- Advertisement -

Athugasemdir