2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Með stöðu sakbornings í skýrslutöku hjá lögreglu

  Tilraunir sem voru gerðar til að hóta Evu Maríu Hallgrímsdóttur og hræða hana burt af markaðinum dugðu ekki þegar hún opnaði Sætar syndir árið 2013. Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og er með þeim stærstu á kökumarkaðinum í dag.

   

  Sætar syndir opnuðu í Nethyl árið 2013 og Eva María var fyrst um sinn eini starfsmaðurinn, með eina hrærivél og einn lítinn bakaraofn.

  „Fyrstu tvö árin eftir að ég stofnaði fyrirtækið var ég í 50% vinnu annars staðar og mætti í Nethyl á hádegi á miðvikudögum. Fyrst um sinn vann ég á kvöldin og um helgar í kökuskreytingunum. Þetta var auðvitað gríðarlega mikil vinna og ég fann strax að svona þjónusta var akkúrat eitthvað sem fólk hafði beðið eftir. Ég fékk ofboðslega góð viðbrögð og fólk tók mér vel. Reyndar voru samt ekki allir á eitt sáttir við þessa stelpu sem var farin að baka kökur og skreyta,“ segir Eva María og kímir.

  Hún segir að sú mótspyrna sem hún hafi fengið frá öðrum í bakarageiranum hafi komið sér á óvart.

  AUGLÝSING


  „Þegar ég var að undirbúa opnunina í Nethyl fékk ég tölvupóst frá manni sem sagðist vera fyrrverandi bakari og ég skyldi sko ekki halda það að ég fengi að hafa þetta fyrirtæki mitt í friði; bakarar myndu sjá til þess. Mér fannst þetta auðvitað fáránlegt og ákvað að svara þessu ekki heldur hafði samband við vinkonu mína sem er lögfræðingur og hún tók við keflinu. Mér fannst þetta ekki svaravert.“

  „Að vera í yfirheyrsluherbergi á lögreglustöð, með lögmann mér við hlið, í skýrslutöku sem sakborningur er eitthvað sem ég hefði aldrei átt von á.“

  Fannst þér þú greina hótun í þessum tölvupósti?

  „Já, mér fannst alveg greinilegt að það ætti að hræða mig. Það heyrðist svo ekki meira frá þessum manni en nokkrum dögum eftir að hann sendi mér þennan póst fékk ég bréf frá lögreglunni og í því stóð að grunur léki á að ég hefði brotið lög og ég ætti von á kæru frá Samtökum iðnaðarins, eða bökurum.

  Eva María er á forsíðu kökublaðs Vikunnar.

  Ég viðurkenni að þetta var áfall; ég talaði aftur við lögfræðinginn minn sem fór í málið og sýndi fram á að ég væri með öll tilskilin leyfi. Ákærunni var vísað frá. En þeir kærðu þá niðurstöðu til Ríkissaksóknara sem tók málið fyrir og vísaði því aftur til lögreglunnar. Þá var ég boðuð í skýrslutöku á lögreglustöðinni. Það var mjög spes upplifun,“ segir Eva María og þagnar um stund.

  „Að vera í yfirheyrsluherbergi á lögreglustöð, með lögmann mér við hlið, í skýrslutöku sem sakborningur er eitthvað sem ég hefði aldrei átt von á.“

  Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Myndir / Unnur Magna
  Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi
  Fatnaður / AndreA by AndreA

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is