• Orðrómur

Metoo hefur veruleg áhrif á jafnrétti á vinnustöðum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað og innleitt Jafnréttisvísi, tæki sem gerir stofnunum og fyrirtækjum kleift að greina og innleiða jafnrétti á sínum vinnustöðum. Hún segir jafnrétti vera málaflokk sem brenni á fólki og telur að Ísland hafi mikið fram að færa á þessu sviði en Empower veitir alþjóðlega ráðgjöf í jafnréttismálum. Þórey segist hlaða batteríin með útiveru, áhugamáli sem hún deilir með unnusta sínum, Magnúsi Orra Schram, og að ekkert jafnist á við útivist með börnunum.

„Það sem fólk áttar sig á núna er að það er ekki lengur hægt að ýta jafnréttismálum til hliðar á vinnustöðum. Þetta er þáttur sem verður að vera í lagi og við leggjum mikla áherslu á þegar við vinnum með okkar viðskiptavinum að verkefnið þurfi að vera leitt af forstjórum eða æðsta stjórnanda viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis.“

Þórey segir að jafnlaunavottun, dugi aldrei ein og sér til að jafnrétti sé á vinnustöðum og geti ekki verið eini mælikvarði á jafnrétti því hún mæli bara eina breytu sem hafi áhrif. Hún telur að greinileg hugarfarsbreyting hafi orðið hjá stjórnendum stofnana og fyrirtækja um jafnrétti. Það sé litið á jafnrétti sem forgangsmál.

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Þóreyju í nýjasta tölublaði Vikunnar. Vikan kemur út alla fimmtudaga og fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

Mágkonurnar Oddný Þorsteinsdóttir og Eva Dögg Jónsdóttir stofnuðu haustið 2020 fyrirtækið ELEVEN RVK en undir því merki hanna þær föt á grunnskólabörnog láta sauma fyrir sig í Pakistan

- Auglýsing -

„Kjarninn hjá mér er að vinna út frá styrkleikum þínum. Og hvernig við getum notað styrkleikana til að styrkja minni styrkleikana þína, ég tala nefnilega aldrei um galla. Við erum ekki gallaðar manneskjur, við eigum að vera alls konar, við erum margbreytileg og það sem gerir mannlífið svo fallegt er að við erum öll eins og við erum,“ segir Kristín Snorradóttir markþjálfi með meiru, sem rekur sitt eigið fyrirtæki, Fagvitund ehf.

Steinar Fjeldsted, eigandi Albumm.is og Hjólabrettaskóla Reykjavíkur og einn eigenda Púlz tónlistarskóla framtíðarinnar, Brynhildur Björnsdóttir, dagskrárgerðarkona, leikkona, söngkona, gagnrýnandi og frambjóðandi og Anna Hafþórsdóttir, rithöfundur, handritshöfundur og leikkona, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

Í Málinu spjöllum við við kisuhvíslarann á Skaganum. Una Guðný Pálsdóttir veiðir villiketti, þrífur þá og lætur gelda, gefur að borða og venur við menn og hleypir þeim síðan aftur út í náttúruna.

- Auglýsing -

Vikan skoðar einnig sumartískuna.

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, kynlífspistil Veru, krossgátan, orðaleit, Sudoku og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -