2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Mígreni – hvað er til ráða?

  Viss matur getur dregið úr tíðni og lengd höfuðverkjakasta.

  Talið er að einn af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum þjáist af mígreni en helstu einkenni sjúkdómsins eru sárir og erfiðir höfuðverkir. Mígreni er þrisvar sinnum algengari meðal kvenna en karla. Í flestum tilfellum er verkurinn meiri öðrum megin í höfðinu og algengt að hann byrji við annað augað, enda tengist sjúkdómurinn ástandi æða í heilanum. Í höfuðverkjakasti víkka gagnaugaslagæðar út og dragast saman á víxl. Við það teygjast taugaþræðirnir er liggja utan um þær og losa boðefni sem valda bólgu og sársauka. Iðulega fylgja köstunum ógleði, uppköst og sjóntruflanir, ljósfælni, aukin hljóðnæmi, sundl, þokusýn, andleg röskun og fleira. Sumir finna enga fyrirboða mígrenis (aura) en aðrir fá slíka viðvörun um það bil klukkstund áður en kastið kemur. Matur getur hjálpað til við að halda jafnvægi í líkamanum.

  Rannsóknir hafa sýnt að ólífuolía, lýsi og matur ríkur af Omega 3 geta dregið verulega úr tíðni og lengd höfuðverkjakastanna. Matur er inniheldur magnesíum er sömuleiðis áhrifaríkur en spínat, sætar kartöflur og heilkorn eru einna bestu uppsprettur þess. Þótt ekki sé fyllilega vitað hvað veldur mígreni hjá einum fremur en öðrum hafa mælingar vísindamanna sýnt að magnesíummagn í líkama mígrenisjúklinga er alla jafna lægra en hjá öðrum.

  Margar fæðutegundir geta ýtt undir höfuðverkjarköstin en í þeim hópi eru unnar kjötvörur, á borð við reyktar, feitar pylsur, sumar tegundir osta, egg, vín, baunir, djúpsteiktur matur, sítrusávextir og hvítlaukur. Mælt er með því að mígrenisjúklingar haldi fæðudagbók og finni þannig út hvort tengsl séu milli þeirrar fæðu sem þeir neyta og kastanna.

  Texti / Steingerður Steinarsdóttir

  AUGLÝSING


   

   

  Ekki missa af þessum

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is