„Mikilvægt að börn hafi samfellu í lífinu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Félagsráðgjafinn Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir hefur alla tíð brunnið fyrir málefnum barna, sérstaklega þeirra barna sem eiga foreldra á tveimur heimilum, en sjálf var hún barn í flóknum umgengnisaðstæðum.

Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanni og er nú að fara af stað með sértæka þjónustu fyrir foreldra og börn sem búa á tveimur heimilum. Hún hefur góða innsýn í málefnið því auk starfsreynslu sinnar og eigin reynslu úr æsku hefur sonur hennar búið á tveimur heimilum síðustu sjö árin.

Ný Vika kemur í verslanir á fimmtudögum.

Ragnheiður Lára talar um mikilvægi þess að börn hafi samfellu í lífinu og eigin upplifun af því að fara milli heimila þegar hún var barn. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir barnið að hafa samfellu í lífinu og ég mæli með því að barnið fái að hafa dótið sitt og myndir af mömmu og pabba á báðum heimilum.“

„Ég var mjög háð mömmu og gæti mögulega greint sjálfa mig með einhvers konar aðskilnaðarkvíða.“

Hún rifjar upp sína æsku. „En það sem ég man einna helst er hversu skörp skilin á milli heimilanna voru. Það var svo greinilegt hjá pabba að þar tengdist mamma heimilinu ekki neitt þannig að þegar ég var að fara frá henni þurfti ég einhvern veginn að slíta tengslin við hana. Og það var erfitt. Ég var mjög háð mömmu og gæti mögulega greint sjálfa mig með einhvers konar aðskilnaðarkvíða,“ segir hún í fræðandi og áhugaverðu forsíðuviðtali við Vikuna.

Auk hennar eru í blaðinu viðtöl við Bertu Andreu Snædal, unga leikkonu sem leikur í nýrri kvikmynd byggðri á ævintýrinu um Fríðu og Dýrið. Þar er sannarlega varpað nýju ljósi á þetta gamla ævintýri, Sjönu Rut Jóhannsdóttur sem nýlega gaf út sína fyrstu sólóplötu en þar kemur hún erfiðum tilfinningum í tóna og texta og Ástu Fanneyju Sigurðardóttur ljóðskáld en hún sækir orðin sem fela sig undir tungunni og kemur þeim í ljóð.

Fjallað er um sögupersónur í unglingabókum og ríkustu börn heims en þetta er aðeins brot af því fjölbreytta efni sem er að finna í nýrri Viku sem kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

Tryggðu þér eintak.

Kaupa blað í vefverslun

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -