2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Mikilvægt að liggja ekki rotaður

  Útvarpskonan og boxarinn Kristín Sif Björgvinsdóttir er þekkt fyrir jákvæðni og gleði. Hún missti sambýlismann sinn og barnsföður, Brynjar Berg Guðmundsson, í október síðastliðnum en hann framdi sjálfsvíg. Kristín er staðráðin í að sú reynsla bugi hana ekki. Enda segir hún að lífið sé eins og hnefaleikabardagi; það sé mikilvægt að liggja ekki í gólfinu eftir að hafa verið slegin niður heldur halda áfram.

  Kristín prýðir forsíðu Vikunnar að þessu sinni. Í einlægu viðtali, sem lesa má í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar, talar Kristín meðal annars um hnefaleikana en hún var valin hnefaleikakona ársins 2018. Hún segir að líkja megi hnefaleikunum við lífið sjálft. „Í hnefaleikabardaga þarftu að aðlaga þig aðstæðunum og höggunum sem dynja á þér. Það er alveg eins í lífinu; þú ert endalaust að aðlagast umhverfinu og því sem lífið hendir í þig. En þegar höggið kemur er mikilvægt að liggja ekki rotaður heldur halda áfram.“

  Var með ónotatilfinningu

  Kristín missti sambýlismann sinn og barnsföður í október síðastliðnum. Hún segist hafa komist að því síðastliðið sumar að hann væri búinn að vera í neyslu. „Fram að því hafði ég verið blind fyrir þessu. Ég vissi að vinnunni hans fylgdi partístand, ég er ekki fædd í gær, en ég hafði fyrir löngu ákveðið að treysta honum af því að hvernig veistu hvort fólki sé treystandi í raun og veru nema treysta því?“

  „Ég vissi að vinnunni hans fylgdi partístand, ég er ekki fædd í gær.“

  Mánudagurinn 29. október rann upp. Kristín segist hafa komið heim um sexleytið um kvöldið ásamt börnunum en hún hafði skilið húslyklana eftir heima og þurfti því að sækja aukalykil til tengdaforeldra sinna, sem bjuggu í sama húsi.

  AUGLÝSING


  „Ég stoppaði stutt þar því ég var með einhverja ónotatilfinningu og fór niður með börnin. Þau hlupu beint inn í íbúðina en það sat í mér að Brynjar hafði sagt nokkrum sinnum þarna um morguninn að hann ætlaði að taka til í bílskúrnum svo ég ákvað að fara þangað inn.“

  Viðtalið við Kristínu er að finna í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  Mynd / Hákon Davíð Björnsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is