„Mín saga er ólík öllum öðrum“

Deila

- Auglýsing -

Snædís Yrja Kristjánsdóttir fékk við fæðingu nafnið Snæbjörn Kristjánsson. Hún segist alltaf hafa vitað að hún hefði ekki fæðst í réttum líkama og þráði heitast að verða kona, enda alltaf verið kona.

Þrátt fyrir að hafa mætt miklum fordómum þegar hún viðraði tilfinningar sínar í fjölskylduboði, tók hún þá ákvörðun að hefja kynleiðréttingarferlið og í dag segir hún að allt sé eins og það eigi að vera. Þótt lægðirnar hafi verið margar í lífi Snædísar er hún ótrúlega jákvæð og bjartsýn og þakklát fyrir að vakna á hverjum degi og vera hún sjálf.

Í opinskáu og áhrifamiklu forsíðuviðtali við Vikuna lýsir hún vel þeim áskorunum sem mæta trans fólki. Að hennar mati er nauðsynlegt að fræða fólk og auka þannig skilning og þekkingu á því hvað það er að fæðast í röngum líkama.

Snædís Yrja Kristjánsdóttir segir sína sögu í forsíðuviðtali við Vikuna. Mynd / Unnur Magna

Auk Snædísar Yrju eru viðtöl við Hönnu Hlíf Bjarnadóttur myndlistarkonu um málverkin hennar og gómsætt grænkerafæði og Arnhildi Valgarðsdóttur sem oft finnur á sér hluti áður en þeir gerast.

Fjallað er um sögu Kinks-lagsins Waterloo Sunset, tískuna á sundlaugabakkanum, Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn og um hamingjuna eftir skilnað

Einstaklega spennandi og áhugavert efni og svo er alltaf svo margt fleira fjölbreytt og skemmtilegt í hverri Viku.

Kaupa blað í vefverslun

- Advertisement -

Athugasemdir