• Orðrómur

„Minn styrkur að hafa góðan stuðning í stórfjölskyldunni“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Líneik Önnu Sævarsdóttur þingmanni þykir það ekki tiltökumál að ferðast milli borgar og landsbyggðar sökum starfs síns, eða að ferðast um stórt kjördæmi. Hún er alin upp frá unga aldri við að leggja sitt af mörkum í stórfjölskyldunni og samfélaginu, sækir orkuna í náttúruna og segist ávallt myndi velja landsbyggðina fram yfir höfuðborgina. Í dag er hún jafngömul og móðir hennar var þegar hún lést úr MND og segist Líneik enn vilja geta leitað góðra ráða hjá móður sinni.

„Mér finnst ég komin með góða yfirsýn yfir hvernig maður getur unnið málin og yfir viðfangsefnin í kjördæminu, sameiginlega hagsmuni og sérstöðu hvers byggðarlags. Mér finnst vinnan skemmtileg þannig að mig langar að starfa næsta kjörtímabil,“ segir Líneik, sem sækist eftir áframhaldandi þingmennsku.

- Auglýsing -

Áföll eru hluti af lífinu

Þegar Líneik var 12 ára fékk hún að vita að hún ætti hálfsystur föðurmegin, sem var ári eldri en hún. Þær kynntust í framhaldinu og fjölskyldan var byrjuð að rækta sambandið, þegar systir hennar lést, 16 ára gömul, í bílslysi. „Maður syrgir að fá ekki tíma til að kynnast henni betur. Þó ég hafi aðeins átt hana að í stuttan tíma þá er það dýrmæt minning sem ég er þakklát fyrir. Það voru bara óviðráðanlegar aðstæður sem stýrðu því að við kynntumst henni ekki fyrr,“ segir Líneik, sem segir að þar sem hálfsystir sín hafi ekki verið hluti af heimilinu hafi kannski verið litið svo á að andlát hennar væri ekki mikið áfall fyrir fjölskylduna. „Það þekkti enginn í kringum okkur hana, en seinna kynntist ég fólki sem þekkti hana og þannig fékk ég að vita meira um hana. Það er hluti af því að vinna úr áfalli að tala um það. Svo er mikilvægt að geta leitað til fagfólks þegar það á við og vita að þú getir leitað slíkrar aðstoðar ef þú þarft á henni að halda.Við verðum öll fyrir áföllum, það er mikilvægast að vera tilbúinn að takast á við þau þegar þau koma, við verðum að byggja upp seiglu til að takast á við áföll. Ég tel að í öllu í gegnum lífið hafi það verið minn styrkur að hafa góðan stuðning í stórfjölskyldunni.“

Lestu viðtalið við Líneik Önnu í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar sem fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

„Tilgangur matar er að veita orku sem endist allan daginn“

Hanna Þóra Helgadóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur, gaf í fyrra út bókina Ketó – Uppskriftir –Hugmyndir...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -