Missir helst ekki af fréttum

Deila

- Auglýsing -

Að pæla og umgangast annað fólk er áhugamál söngkonunnar Sigríðar Thorlacius. Hún ætlar að ferðast og syngja fyrir fallegt fólk um landið í sumar og flytja landsmönnum fagra tóna auk þess sem hún vinnur að plötu með hljómsveitinni Hjaltalín sem kemur út með haustinu. Vikan fékk Sigríði til að tylla sér undir smásjána að þessu sinni.

 

Fullt nafn: Sigríður Thorlacius
Aldur: 36 ára
Áhugamál: Annað fólk. Að umgangast það. Að velta því fyrir mér. Að pæla í því.
Starfsheiti: Söngkona.
Á döfinni: Hjaltalín er að leggja langþráða lokahönd á plötu sem kemur út með haustinu. Það er ótrúlega gleðilegt og þakkarvert og við spennt fyrir því. Svo fæ ég að ferðast með þeim Góss-bræðrum, Sigurði og Guðmundi Óskari Guðmundssonum, um allar koppagrundir í sumar að spila fyrir fallegt fólk út um allt land. Þess á milli ætla ég að njóta þess að drekka kaffið mitt í garðinum mínum.

Hvar líður þér best? Í logni og kyrrð í íslenskri sumarnótt einhvers staðar langt, langt, langt frá 101.

Hvað óttastu mest? Að gera mistök.

Hvert er þitt mesta afrek? Það er afrek að vera til, lifa í sátt við umhverfi sitt og fólkið sitt. Halda sér í balans. Það er afrek allra daga.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ef svo er þá er ástæða fyrir því að ég hef haldið honum leyndum og ég held því áfram …

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Pass. Óvæntar uppákomur og hvers kyns áhætta ekki í miklu uppáhaldi.

Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Ég á enn eftir að komast að því.

Hvaða geturðu sjaldnast staðist? Það gerist mjög sjaldan að ég hafni kaffibolla, bjóðist mér hann.

Hvað færðu þér í Bragðaref? Aldrei Bragðaref. Ís í brauðformi. Engin dýfa.

Instagram eða Snapchat? Instagram. Engin spurning.

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina? Ég er með skuldbindingafælni og get því sjaldan byrjað á sjónvarpsseríum þar sem mér finnst mér þá bera skylda til að klára seríuna. Þótt mér leiðist hún. Fréttum missi ég hins vegar helst ekki af.

Mynd / Hallur Karlsson

- Advertisement -

Athugasemdir