Missti mann sinn nokkrum dögum eftir að nýtt líf átti að hefjast

Deila

- Auglýsing -

Nýtt líf á nýjum stað. Draumurinn að rætast. Á aðeins nokkrum dögum er draumurinn orðinn að engu og martröð tekin við.

 

Anna Lilja Flosadóttir og sambýlismaður hennar og barnsfaðir, Eiríkur Ingi Grétarsson, voru nýflutt til Spánar þegar Eiríkur varð bráðkvaddur. Í einlægu og opinskáu forsíðuviðtali við Vikuna segir Anna Lilja frá aðdraganda flutninganna og andláti Eiríks. Læknar á Íslandi höfðu greint hann með magabólgur en raunin var sú að hann var með lífshættulegan sjúkdóm sem hefði mátt greina með frekari rannsóknum.

Fleira áhugavert er að finna í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir á morgun.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Hiroe Terada undirbýr útgáfu barnabóka sem eru ætlaðar til þess að efla sjálfstraust barna og þrautseigju svo að þau geti notið ævintýra lífsins til fulls. Hún segir ekkert til sem heitir fullkomið uppeldi.

Steinunn Steinarsdóttir gefur uppskrift að sumarlegu byggsalati og pestólengjum og Vikan fer yfir það hvernig hægt er að halda í þægindin án þess að verða kerlingarleg.

Þetta og margt fleira spennandi er að finna á síðum Vikunnar.

- Advertisement -

Athugasemdir