2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Missti uppáhaldsmanneskjuna mína“

  Hin færeyska Kristina Skoubo Bærendsen skaust fram á íslenskt sjónarsvið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr í vetur og heillaði áhorfendur með söng sínum. Bak við fallegt brosið leynist þó mikil sorg eftir skyndilegan föðurmissi fyrir tæpu ári síðan.

  „Pabbi var þögla, sterka týpan sem lét ekki mikið fyrir sér fara. Hann var auðmjúkur og ofboðslega mikið ljúfmenni. Alveg ótrúlega fyndinn og skemmtilegur. Hann er eina manneskjan sem hefur fengið mig til að gráta úr hlátri. Hann sá aldrei vandamál; bara lausnir. Og var alltaf í góðu skapi. Hann varð aldrei mjög reiður. Jafnvel þótt hann hefði getað verið það. Oft. En það fór allt í háaloft þegar hann og mamma skildu … Hann hélt fram hjá henni og ég held hún hafi aldrei jafnað sig almennilega á því.

  En hann var fallegasti og vinsælasti maðurinn í Færeyjum. Og mjög vinsæll gospel- og kántrísöngvari og allir vissu hver hann var. Svo honum fannst hann verða að flytja burt og skipta um umhverfi þegar þau skildu þannig að hann flutti til Danmerkur.“

  Fyrir þremur árum keypti Kristina hús í Danmörku sem þau feðginin ætluðu að taka í gegn í sameiningu og búa þar saman að því loknu. Hún staðgreiddi húsið þegar hún keypti það en þurfti að taka lán fyrir endurbótunum. „Bankinn vildi ekki veita mér lán þar sem ég þótti ekki í nógu traustri vinnu og ég var auðvitað ógift og eina fyrirvinnan,“ segir Kristina og brosir.

  „Ég hafði haft tónlistina að aðalstarfi í mörg ár, tíu ár eða svo, en þeir í bankanum ráðlögðu mér að finna mér stöðuga vinnu með föstum tekjum. Ég vildi ekki fara að vinna í Færeyjum og þegar íslenskur vinur minn sem er kokkur bauðst til að útvega mér vinnu sem þjónn á veitingahúsinu sem hann vann á hér á Íslandi, ákvað ég að slá til.“

  Það sást greinilega á henni að eitthvað hafði komið fyrir

  AUGLÝSING


  Kristina fór til Danmerkur þar sem hún átti að koma fram á kántríhátíð en pabbi hennar var í Færeyjum þar sem hann hafði ráðið sig í tímabundna byggingarvinnu. „Þann 21. júní, fjórum dögum eftir að ég hafði hitt pabba í Færeyjum, var ég að fara á æfingu fyrir tónleikana og var á tónleikastaðnum með Nitu frænku minni og Finni píanistanum mínum ásamt fimm öðrum dönskum tónlistarmönnum. Evi, ein besta vinkona mín, átti að vera þarna líka en var ekki komin og við vorum alveg að fara að hefja æfinguna.“

  „Svo mætti hún og ég sá það bara á henni að eitthvað hafði gerst svo ég fór til hennar því ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir í hennar fjölskyldu. Það sást greinilega á henni að eitthvað hafði komið fyrir.“

  Forsíða nýjustu Vikunnar.

  Viðtalið við Kristinu má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir í dag.

  Mynd / Hallur Karlsson
  Förðun / Helga Sæunn Þorkelsdóttir

   

   

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is