Móðir hennar vissi strax að fréttirnar væru alvarlegar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þegar Hekla Björk Hólmarsdóttir fæddist, sjö mínútum á undan tvíburasystur sinni Kötlu, og fjórum vikum fyrir tímann, töldu læknar að hún þyrfti bara að stækka og þyngjast. Annað kom á daginn þegar hún greindist með Goldenhar-heilkennið og alvarlegan hjartagalla. Smám saman kom svo meira í ljós. Hekla Björk prýðir forsíðu jólablaðs Vikunnar.

Hekla Björk Hólmarsdóttir fæddist sjö mínútum á undan tvíburasystur sinni Kötlu fjórum vikum fyrir tímann.

Tvíburasysturnar Hekla og Katla voru ekki stórar þegar þær fæddust tólfta maí árið 2000; Hekla rétt um fjórar merkur og Katla sex. Til að byrja með voru þær settar á aðra af tveimur vökudeildum Landspítalans í hitakassa en síðar voru systurnar færðar niður á hina vökudeildina til að stækka og dafna. Sigríður Rut Stanleysdóttir, móðir Heklu, segist þó hafa séð strax að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera.

„Þær voru ekki fyrstu börn; við áttum þrjú börn fyrir, og ég hafði bara einhverja tilfinningu fyrir því að eitthvað væri að. Þegar sá Hróðmar hjartalækni koma gangandi eftir ganginum áttaði ég mig undir eins á því að hann væri að koma að tala við mig. Ég sá það á honum að fréttirnar væru alvarlegar.“

Í ljós hafði komið að Hekla var með alvarlegan hjartagalla og henni vart hugað líf. Ljóst var að hún þyrfti að fara sem fyrst til Boston í stóra opna hjartaðaðgerð en hún var of lítil og veikburða til að geta farið strax þótt lægi á.

„Hefur sýnt það og sannað að hún getur flest ef ekki allt sem hún ætlar sér“

„Ég held að maður eigi ekkert að setja einhvern stimpil á börnin sín. Hekla hefur komið mörgum á óvart og gerir alls konar hluti sem var talið ólíklegt að hún gæti gert. Til dæmis var talið ólíklegt að hún myndi ganga og þegar hún var fimm ára var okkur tjáð af fagaðila að hún sýndi mjög litlar framfarir í tali og það myndi teljast gott ef hennar nánustu myndu skilja hana þegar hún væri orðin fullorðin. En Hekla hefur sýnt það og sannað að hún getur flest ef ekki allt sem hún ætlar sér.“

Þessi síbrosandi og jákvæða unga stúlka keppti í nútímafimleikum á Special Olympics fyrr á árinu og lætur engan segja sér að það sé eitthvað sem hún geti ekki gert. Hún og móðir hennar segja ótrúlega sögu hennar í forsíðuviðtali Vikunnar að þessu sinni.

Viðtalið má lesa í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson
Förðun / Hildur Emils

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira