2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Morð á morð ofan á Egilstöðum

  Fáir myndu líklega tengja saman unga, löglærða manneskju sem vinnur við tryggingar á Íslandi og sum hræðilegustu morðmál sögunnar. Engu að síður er það svo að Unn­ur Arna Borgþórs­dótt­ir sest reglulega niður til að rekja fyrir löndum sínum málavexti í slíkum málum.

   

  Hún býr á Egilsstöðum og hefur margvísleg áhugamál önnur en morð þótt þau séu fyrirferðarmikil en eitt þeirra varð hún að gefa upp á bátinn. Unnur Arna hafði afskaplega gaman af að spila fótbolta en varð fyrir slysi sem dró óvenjulegan dilk á eftir sér. Hvernig atvikaðist þetta?

  „Ég var að keppa í leik 6. júlí 2009, þegar markmaður tæklaði mig og ég fótbrotnaði í kjölfarið,“ segir hún. „Í sjálfu sér ekkert merkilegt brot frá sjónarmiði leikmanna og hin eðlilegasta tækling, en ég var kannski heldur lengi að hoppa upp úr henni. Við samstuðið fótbrotnaði ég og út í blóðið pumpaðist beinmergur eða fituembólur og þær dældust upp í gegnum lungun. Á einhvern óþekktan hátt komust þær í gegnum hjartað og enduðu uppi í heila eins og margir litlir blóðtappar.“

  Ýtarlegt og skemmtilegt viðtal við Unni Örnu er að finna í nýjustu Vikunni.

  AUGLÝSING


  Podcast um morð

  Hlaðvarp Unnar, Morðcastið, nýtur mikilla vinsælda.

  Hvers vegna byrjaðir þú að gera podcast? „Ég hef alltaf hlustað mikið á frásagnir af „true crime“ eða raunverulegum glæpum og fannst þannig efni algjörlega vanta á íslensku svo ég ákvað að panta mér upptökugræjur og taka málin í eigin hendur. Ég hef alltaf verið mjög forvitin og áhugasöm um sakamál, og þetta er orðið svo aðgengilegt og nálægt manni að mér fannst bara sjálfsagt að svala eigin þekkingarþorsta og kynna í leiðinni þessi mál fyrir öðru fólki.“

   „Hvers vegna viðkomandi getur gert þessa hluti sem eru allt of oft hreint út sagt hrottalegir og hver er munurinn á mér og honum?“

  Hvers vegna heldur þú að fólk sé svo heillað af hroðalegum glæpum?

  „Ég get svo sem ekki talað fyrir aðra, en mig grunar að þetta sé oftar en ekki einhverjar pælingar sem vakna um það hvers vegna þetta gerist. Hvers vegna viðkomandi getur gert þessa hluti sem eru allt of oft hreint út sagt hrottalegir og hver er munurinn á mér og honum? Hvers vegna leyfir þankagangur afbrotamannsins honum að gera þessa hluti og hvers vegna hugsa ég ekki um þetta? Það er alla vega það sem ég er hvað mest hugfangin af. Gerðist eitthvað í uppeldi viðkomandi? Eru þetta genin? Eru þetta aðstæður sem koma upp,“ segir Unnur Arna að lokum en Morðcastið er aðgengi­legt á Spotify, Apple podcasts, Soundcloud og Podbean, sem og flest­um öðrum veit­um.

  Ýtarlegt og skemmtilegt viðtal við Unni Örnu er að finna í nýjustu Vikunni sem kemur í verslanir í dag, fimmtudag. Þar segir hún m.a. nánar frá slysinu sem breytti lífi hennar.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Myndir / Unnur Magna
  Förðun / Emilíanna Valdimarsdóttir

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is