Morðið á Gianni Versace

Gianni Versace var þekktur fyrir glæsilega hönnun og skrautlegan lífsstíl. Hann var einstakur fagurkeri og snjall fagmaður. Hann var myrtur á tröppum heimilis síns árið 1997 og nú er búið að gera sjónvarpsþátt um aðdraganda þess.

The Assassination of Gianna Versace: American Crime Story heita þættirnir og er ekki síður áhugaverðir vegna þess að þeir lýsa vel raðmorðingjanum Andrew Cunanan.  Árið 1993 vöktu hann og Donatella systir hans mikla athygli þegar þau mættu á hundrað ára afmæli Vogue-tímaritsins. Hún var klædd svörtum leðurkjól er virtist vera haldið saman af beltum. Svipað fjölmiðlafár varð svo ári síðar er Elizabeth Hurley mætti á frumsýningu Four Weddings and a Funeral með Hugh Grant klædd í fleginn, svartan kjól með gylltum öryggisnælum á hliðunum. Þetta varð til þess að konur á borð við Naomi Campell, Díönu prinsessu og Cher elskuðu hönnun hans.

Gianni lét sér ekki nægja að hanna föt. Hann var færði sig fljótlega út í hönnun búshluta, húsgagna og hús fjölskyldunnar bæði á Ítalíu og í Bandaríkjunum voru fræg fyrir íburð. Casa Casuarina við Ocean Drive á South Beach var þeirra þekktast. Það var innréttað í art déco-stíl og kostaði milljónir dollara áður en yfir lauk. Hann bjó með Antonio D’Amico, fyrrum karlfyrirsætu.

Þeir voru þekktir fyrir frjálslegan lífsstíl en í þáttunum er gefið í skyn að það hafi fremur verið að vali Antonio en Gianni og verið undirrót ósamkomulags hans við Donatellu. Parið skemmti sér gjarnan í hommaklúbbum og tóku þá oft með sér heim unga fallega dansara og nutu lífsins með þeim.

Þótt allir vissu að Gianni væri samkynhneigður þótti ekki við hæfi að tala um það á þessum árum. Þegar hann ákvað að koma fram í stóru viðtali við Vanity Fair með sambýlismanni sínum og hleypa fjölmiðlafólkinu inn á heimili þeirra til myndatöku var Donatella hrædd um að það myndi koma niður á fyrirtæki þeirra og stór hópur kúnna snúa við þeim baki. Ekkert slíkt gerðist hins vegar.

AUGLÝSING


Það var svo hinn 15. júlí 1997 að Gianni Versace var drepinn. Hann var að koma af venjulegri morgungöngu sinni af næsta blaðsölustandi með nokkur nýjustu tímaritin undir handleggnum. Í sjónvarpsþáttunum kemur skýrt fram að koma hefði mátt í veg fyrir morðið. Þegar þarna var komið sögu hafði Andrew Cunanan þegar drepið fjóra menn og var á lista FBI yfir hættulegustu flóttamenn (most wanted list). Hann skaut fjörutíu og fimm ára gamlan húsvörð, William Reese í New Jersey og stal pallbíl hans. Eftir að hafa skipt um númer á bílnum keyrði hann til Miami og skráði sig inn á hótel. Í raun gerði hann litla tilraun til að dyljast og ekki hægt að segja annað en alríkislögreglan hafi brugðist illlega því vitað var að hann væri heltekinn af Versace og gæti verið á leið til South Beach. Búið var að útbúa dreifimiða með myndum af Andrew Cunanan en ekki dreifa þeim milli lögreglustöðva og ekki vekja athygli á flóttamanninum í sjónvarpi.

Eftir lát Versace var húsi hans breytt í íbúðahótel og ævintýragjarnir geta dvalið þar fyrir rúmar 90.000 kr. fyrir nóttina.

Ítarlega grein um Versace og þættina er að finna í nýjustu Vikunni.

 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is