2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Mörgum fannst þetta óviðeigandi“

  Framtíðin blasti björt við unga parinu Brynju Andreassen Sigurðardóttur og Jóni Steinsen, Nonna, þegar hann greindist með krabbamein sem að lokum leiddi hann til dauða. Þremur mánuðum eftir andlát hans bankaði ástin upp á að nýju hjá Brynju og 24 árum síðar er hún enn jafnhamingjusöm með eiginmanninum, þótt hún segi að sorgin verði alltaf til staðar.

   

  Brynja prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar sem kom í verslanir í dag.

  Í viðtalinu segir Brynja frá erfiðu verkefni sem hún og Nonni fengu þegar þau voru ung og ábyggjulaus. Nonni greindist með krabbamein í beinmergnum. „Auðvitað brá manni fyrst að heyra að hann væri með krabbamein en við vorum svo ung og áhyggjulaus á þessum tíma og hugsuðum ekkert út í að eitthvað slæmt gæti gerst. Svo hafði það líka mikið að segja hvað læknirinn var bjartsýnn. Það hvarflaði aldrei annað að mér en að Nonni myndi ná sér.“

  Eftir erfiða krabbameinsmeðferð voru Nonni og Brynja kölluð á fund með læknunum. „Þann 31. janúar 1995 fengum við að vita að baráttunni væri lokið; það væri því miður búið að gera allt sem hægt væri og Nonni ætti mjög stuttan tíma eftir.“ Staðreyndin var sú að hann átti einungis níu daga eftir ólifaða.

  AUGLÝSING


  Stuttu eftir að Nonni lést, bankaði ástin óvænt og skyndilega upp á hjá Brynju. Aðspurð hvort Gróa á Leiti hafi farið á stjá þegar hún fann ástina á nýjan leik. „Það fóru auðvitað sögur af stað þegar við byrjuðum að vera saman. Við fundum hressilega fyrir því að mörgum fannst þetta óviðeigandi og sumir voru tilbúnir að velta sér upp úr þessu,“ segir Brynja meðal annars.

  Lestu viðtalið við Brynju í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Myndir / Hallur Karlsson
  Fatnaður og skart / Hjá Hrafnhildi
  Förðun / Natalie Kristín Hamzepour

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is