Náði heilsu og stóð upp úr hjólastól

Deila

- Auglýsing -

Beta Reynis. lærði næringarfræði til að bjarga heilsu sinni.

Beta Reynis. er í forsíðuviðtali í Vikunni sem er væntanleg á fimmtudag.

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur notar heildræna nálgun í faglegri ráðgjöf sinn. Hún hefur kosið að vinna með fólki og hjálpa því að nærast á þann hátt að það auki heilbrigði þess og orku, nálgast viðfangsefnið meðal annars út frá sögu skjólstæðingsins. Hún er konan sem Heiða Guðný Ásgeirsdóttir fjallabóndi leitaði til en í ævisögu hennar er kom út í fyrra segist hún eiga Elísabetu líf sitt að launa.

Sjálf hefur Beta, eins og hún er alltaf kölluð, reynt lækningamátt næringar og lífsstíls og þarf ávallt að gæta jafnvægis í eigin lífi svo hún haldi heilsu en um tíma var hún í hjólastól. Hún greindist með Guillian-Barré-sjúkdóminn árið 2001. Til að byrja með var alls ekki ljóst hvað var að en veikindi hófust eftir fæðingu dóttur hennar. Hún segir: „En á þessum tíma var ég töffari og beygði ekki oft af þegar þetta var sem verst, fannst meira að segja pínufyndið þegar sjúkrahúspresturinn mætti í fullum skrúða til mín og hugsaði með mér, er hann að fara að mæla lengdina fyrir kistuna.“

Síðar bættist við mikið andlegt álag þegar Beta gekk í gegnum skilnað og þá nam hún aðra mikilvæga lexíu. „Þegar ég lít til baka er einn lærdómur sem ég átta mig á að ég fann út úr þessu öllu og sá er að ég lagði töffarann niður og bara viðurkenndi vanmátt minn gagnvart aðstæðum og fékk stuðning sem ég þurfti sem var ómetanlegur,“ segir hún í forsíðuviðtali við Vikuna en blaðið er væntanlegt í verslanir á morgun, fimmtudaginn 11. janúar.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Advertisement -

Athugasemdir