Nærumst og njótum í núvitund

Ragga nagli að aukin núvitund þegar fólk borðar geti komið í veg fyrir skápaskröltið á kvöldin.

Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga nagli er heilsusálfræðingur að mennt og starfar við að leiðbeina og ráðleggja þeim er til hennar leita um hvernig þeir geti bætt lífsstíl sinn. Ragga þekkir vel núvitundarhugtakið og hvernig það tengist mat og mataræði.

Hvað er átt við með hugtakinu mindful eating? „Mindful eating, eða nærast og njóta í núvitund eins og ég kalla þessa hugmyndafræði á íslensku,“ segir Ragga, „snýst um að skoða allt ferlið og ákvarðanirnar í kringum það að borða. Hvers vegna vil ég borða núna? Hvenær vil ég borða? Hvað vel ég mér á diskinn? Hvernig borða ég matinn? Hversu mikið af matnum borða ég?

Þessar spurningar auka á meðvitund okkar um alla hegðun og venjur í kringum mat. Þessi aukna meðvitund hjálpar okkur að taka betri ákvarðanir í matarvali og gerir okkur auðveldara fyrir að breyta þeim sem ekki styðja við gildi okkar og markmið, en samtímis gera meira af því sem er gott fyrir okkur.“

Ragga skýrir betur núvitundarhugtakið og hvernig það tengist matarvenjum í viðtali í nýjustu Vikunni.

AUGLÝSING


Texti: Steingerður Steinarsdóttir

Myndir: Andrea Jónsdóttir

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is