Námsörðugleikarnir áttu sér eðlilega skýringu

Deila

- Auglýsing -

Heiðrún Sigurðardóttir varð þekkt undir nafninu Heiðrún Fitness en hún á að baki glæstan feril í fitnessheiminum og vann fjölmarga titla í greininni, bæði hér heima og erlendis. Í dag starfar hún á auglýsingadeildinni hjá N4 á Akureyri, ræktar grænmeti og dreymir um að verða áhugagrænmetisbóndi. Hún stundar nám í Garðyrkjuskólanum sem hafði verið draumur hennar lengi en af ótta við að mistakast eftir að hafa verið talin trú um það í grunnskóla að hún gæti ekki lært ætlaði hún ekki að þora að láta verða af því. Það var ekki fyrr en hún fékk það staðfest að hún væri alvarlega lesblind sem hún áttaði sig á því að hún væri ekki heimsk eins og búið var að telja henni trú um, heldur ættu námsörðugleikarnir sér eðlilega skýringu. Heiðrún er í forsíðuviðtali í nýjustu Vikunni en viðmót nokkurra kennara hennar í barnaskóla var fjarri því að vera faglegt og til þess fallið að byggja upp barn og viðhalda áhuga þess á náminu.

Auk Heiðrúnar eru í viðtali í Vikunni María Pálsdóttir, leikkona og HÆLISfrauka. Hún hefur byggt upp áhrifamikla sýningu um áhrif berklanna á líf manna hér á landi á Kristnesi við Eyjafjörð en þar var um árabil rekið hæli fyrir berklasjúklinga. Victoria Mironova varð strandaglópur á Eyrarbakka þegar kórónuveiran lokaði landamærum og tók hér fallegar myndir og eignaðist marga vini. Vikan talaði líka við Eygló Gísladóttur ljósmyndara um heillandi blómamyndir sem hún tekur, söngkonuna Hildi Völu en hún er með mörg járn á eldinum um þessar mundir og Fjóla Valdís Árnadóttir á Barbernum sýndi flotta herraklippingu. Við skoðum orku bókstafanna í nafninu þínu og kíkjum undir yfirborðið í heimi geisjanna.

- Advertisement -

Athugasemdir